Heimsins besta kryddbrauð

Þegar ég var lítil þá bakaði amma fyrir okkur kryddbrauð. Ég elska að fá kryddbrauð og finnst mjög gaman að baka þannig. Það er ótrúlega létt að baka kryddbrauð og heppnast það alltaf svo vel. Mig langar að deila uppskrift með ykkur því þetta er svo gott❤️ <ins>Uppskrift</ins> <ul><li>3 dl hveiti</li><li>3 dl haframjöl</li><li>2 dl sykur</li><li>1 tsk. kanill</li><li>1 tsk. engifer</li><li>1 tsk. negull</li><li>2 tsk. matarsódi</li><li>3 dl mjólk eða haframjólk</li><li>1 egg</li></ul> Bakið við 200°C fyrstu 10 mín og svo lækka í 175°C og bakið í 30 mín. ...

Heimsókn í Vistveru ☘️

Mig er lengi búið að langa kíkja í Vistveru og lét ég verða af því í dag. Vistvera bíður uppá vörur sem draga úr notkun einnota lífstíls. Búðin selur allar helstu nauðsynjavörur plastlausar og auðvitað náttúrulegar. Ég er alltaf að reyna bæta mig í því að minnka plastið og einnota vörur og er því fullkomið að versla þarna. Dæmi um plastlausar vörur sem fást hjá þeim eru sjampóstykki, næring, húðkrem, svitalyktareyðir og tannkrem. Einnig eru þau með áfyllingarbar þar sem þú getur fyllt á....

Snilldar sturtuhilla 🚿

Ég var búin að vera í stanslausri leit af hinni fullkomnu sturtuhillu. Ég var búin að prufa margar sem duttu alltaf niður eða héldust misvel. Ég kom auga á þessa hillu þegar ég átti leið hjá í Tekk Company&Habitat og ákvað að prufa. Hillan er með gel sogskálum og eftir að þið setjið þær upp þá haggast þær ekkert. Þar sem ég fann aldrei góða hillu í sturtuna áður þá keypti ég aðeins eina til að byrja með. Ég endaði á því að kaupa aðra því ég var svo ángæð með þær 😊 ...

Asos gleði!!!

Ég var að skoða Asos um daginn og fann ég úlpu sem ég varð mjög hrifin af. Ég sló til og keypti úlpuna og ég er alveg í skýjunum með hana! Úlpan er frá merkinu Superdry og heitir hún Aiko Everest Parka. Ég hef áður keypt vörur frá Superdry og er ég mjög hrifin af því merki. Vörurnar eru mjög vandaðar og gæðin góð. Ég er svo ánægð með þessi kaup að ég varð að fá að deila þessu með ykkur😊. <a href='http://www.asos.com/us/superdry/superdry-aiko-everest-icon-parka-jacket/prd/13049576'>Linkur</a> fyrir áhugasama. Mæli með að hafa hraðar hendur nokkur stykki eftir og á...

Laga gat á snjógalla

Það kom smá slys í gallann hennar Klöru um áramótin. Við rétt litum af henni og fór hún með stjörnublys í gallann 😢 Sem betur fer meiddist hún ekki en gallinn hinsvegar fékk stórt gat. Það var á plönum að láta hana klára veturinn í þessum galla. Þannig ég vildi athuga áður en ég færi að kaupa nýjann hvort ég gæti ekki lagað hann. Ég kíkti í Panduro í Smáralind (sem er reyndar að færa sig yfir í A4) og fann fullt af flottum bótum. Við erum með Wheat galla og er efnið á þeim þannig að ekki er hægt að strauja bótina á. Ég fór því með gallann í Breytt og bætt í Smára...

Uppáhalds mjólkurlausar vörur

Þegar ég tók mataræðið í gegn í fyrra þá tók ég ákvörðun um að minnka mjólkurvörur. Mjólkurvörur hafa alltaf verið stór partur af mínu mataræði. Ég fann það á líkamanum að hann höndlaði ekki miklar mjólkurvörur þannig það var komin tími fyrir breytingar. Til að byrja með þá átti ég mjög erfitt með þetta því ég var föst í gamla vananum. Ég keypti oft vörur sem henntuðu mér alls ekki í byrjun þannig maður þarf að vera duglegur að prufa sig áfram. Með tímanum fann ég þær vörur sem mér finnst góðar. Um leið og þið finnið ykkar vörur þá verður þetta ekkert mál. Mig...

Skipulag fyrir púslin 🧩

Ég hef pælt lengi í hvernig best væri að geyma púsl. Mér finnst púsl taka mjög mikið pláss. Við geymdum púslin alltaf ofan í skúffu og tók það alla skúffuna. Þvílík synd á góðu plássi því skúffur geta geymt svo mikið þar. Ég keypti nokkra plastvasa í A4 sem auðvelt er að opna. Plastvasinn rúmar 3-4 púsl. Ótrúlega einfalt og tekur lítið pláss. ...

Gefðu auka gjöf

Ég tók uppá því fyrir nokkrum árum að gera góðaverk svona í kring um jólin. Aðventan og jólin geta reynst mörgum erfiður tími. Ég hugsa alltaf gífurlega mikið til þeirra og finnst mér því mikilvægt á þessum tíma að styrkja og gefa í þeirri von um að gleðja. Eitt af því sem við gerum alltaf er að kaupa auka gjöf og setja undir tréð í Smáralind eða Kringlunni. Einnig hef ég styrkt Fjölskylduhjálp Íslands og mæli ég svo innilega með því að allir gera það. Upphæðin þarf ekki að vera há því margt smátt gerir eitt stórt ❤️ Það fylgir því svo óútskýranlega góð tilfinning...