Svona verða fötin þín aftur svört

Með tímanum upplitast alltaf uppáhalds svörtu gallabuxurnar okkar. Ég hef ekki tölu yfir því hvað ég hef gefið margar buxur sem hafa upplitast. Margar af þeim voru í miklu uppáhaldi enda þæginlegar! Ég fór aðeins yfir fötin mín um daginn og fann nokkrar flíkur sem voru búnar að upplitast. Ég hefði lengi pælt í því að lita fötin því það er þannig séð ekkert að þeim. Það er mikið talað um núna að reyna endurnýta og hvað íslendingar henda mikið af fötum á ári þannig ég vildi prufa þetta. ...

Betri svefn

Það kemur fyrir að ég eigi erfitt með svefn. Það virðist taka mig ótal aldir að ná mig niður og sofna. Þetta getur sett mig alveg útaf laginu því þá get ég sofið endalaust og á mjög erfitt með að vakna á morgnana. Ég hef verið að fara eftir ýmsum ráðum sem hafa hjálpað mér og langaði mig að deila þeim með ykkur. ...

Heimagerður hummus

Það er ótrúlega létt að gera hummus. Það er engin heilög uppskrift þannig maður getur leikið sér svolítið. Hummus er aðallega maukaðar kjúklingabaunir og getur maður bætt við þau hráefni sem manni þykir best. Ég geri oft hummus hérna heima og skipti ég reglulega út hráefnum og breyti til....

Umhverfisvæn þvottaráð

Ég tók þá ákvörðun á nýju ári að vera meira umhverfisvæn. Flokka betur, nota minna plast og nota mest náttúrulegar vörur sem skaða umhverfið sem minnst. Það eru komin tvö ár síðan ég hætti að nota mýkingarefni. Áður fyrr fannst mér þau ómissandi en í dag skil ég hreinlega ekki afhverju ég notaði þau. Mér finnst fötin mín líta miklu betur út án þeirra og lykta mun betri. Svo við förum nánar útí hvað mýkingarefnin gera í raun og veru er að þau skilja eftir þunnt lagt á fötunum sem gerir það að verkum að þau verða mýkri og kemur góð lykt. Það fer ekki vel ...

Að spara hlutina

Ég vona að allir hafi haft það rosa gott um jólin. Borðað góðann mat og haft það notarlegt í faðmi fjölskyldunnar :) Alltaf þegar það fer að kólna og frostið kemur verð ég að hugsa rosa vel um húðina á mér. Nota góða maska og frekar feit krem enda er ég gjörn á því að fá þurkubletti á þessum tíma. Eitt sem fylgir oft með í mínum jólapökkum eru maskar sem ég elska! Ég tók uppá því á tímabili að spara þau krem og maska sem ég hélt mikið uppá. Þetta átti að vera alveg spari og nota á réttum tíma. Ég get sagt ykkur það að öll þessu krem sem ég sparaði svona mi...

Desember hafrabrauð

Ég veit um fátt betra en nýbakað brauð með kaffinu. Ég geri oft hafrabrauð í desember sem er matarmikið og einstaklega gott. Oft gleymir maður að borða í desember og er þetta því alveg himneskt að eiga til að grípa í. Þetta er í miklu uppáhaldi heima hjá mér og vildi ég því deila uppskriftinni með ykkur :) ...

Box í eldhúsið

Það eru 18 dagar til jóla sem þýðir að jólabaksturinn er löngu farinn af stað á þessum bæ. Áður en baksturinn hófst tók ég eldhúsið smá í gegn. Þreif allt hátt og lágt og skipulagði vel. Ég keypti líka ný box en það var löngu kominn tími á að endurnýja þau. Ég hef fengið fjölda spurninga varðandi boxin og langaði mig að sýna ykkur þau aðeins betur. ...

Jólakort

Sést það að ég er komin í jólaskap. Jóla færslurnar hrúgast inn hjá mér:) Ég var að panta mér jólakort og rakst ég á þessa frábæru síðu <a href='https://www.bonusprint.co.uk' target='_blank'>Bonusprint.</a> Fyrir ykkur sem sendið út jólakort þá mæli ég með að panta hjá þeim. Það er nefnilega 50% afsláttur af öllum jólakortum. Þú annað hvort velur tilbúið kort og bætir við texta eða býrð til sjálfur. Kóðinn er FALL2018 <strong>"endar á miðnætti 18. nóv"</strong> Kortin mín voru komin í póst daginn eftir. Ótrúlega fljót og góð þjónusta! Ég pantaði um 30 k...