Hársetrið hárgreiðslustofa

Ég fór í klippingu um daginn til hennar Silju á Hársetrinu og langaði til að sýna ykkur muninn á hárinu. En ég var komin með mjög mikla rót svo það var alveg komin tími á smá upplyftingu. Ég er einnig alltaf með svo ótrúlega þurra enda og hárið verður oft svo "frizzy" þannig ég keypti mér snilldar efni hjá henni til að bera í endana áður en ég blæs hárið og það er þvílíkur munur á hárinu þegar ég nota að v.s þegar ég blæs það ekki með efninu. Efnið er frá Paul Mitchell og heitir Super skinny serum. ...

Jóladagatal fjölskyldunnar

Ég held ég hafi aldrei verið jafn spennt fyrir jólunum eins og nú, er það aðallega vegna þess að ég er að upplifa alla spennuna og gleðina í gegnum stelpuna mína. Mér finnst ekkert mikilvægara en að reyna njóta á þessum tíma í stað þess að vera í stressi, því jólin eru aldeilis ekki til þess - þetta er hátíð ljóss og friðar! Fjölskyldustundir eru mér svo mikilvægar svo ég ákvað að búa til dagatal fyrir okkur öll til að njóta saman og stelpan mín er ekkert smá spennt að fá að opna fyrsta umslagið, en í hverju umslagi er miði sem á stendur það sem við ætlum að ger...

Trolls afmæliskaka

Ég fékk það skemmtilega verkefni að baka afmælisköku fyrir eina 5.ára skvísu sem ákvað að vera með Trolls þema í afmælinu sínu, sem er einmitt mjög vinsælt um þessar mundir. Kakan kom virkilega vel út og er í raun mjög einföld í framkvæmd og bakstri. Ég byrjaði á því að baka fjóra 20cm kökubotna (tvöfalda uppskrift fyrir fjóra botna). Ég nota alltaf þessa <a href='http://lady.is/articles/snaedis/article/bestasukkuladikakan' target='_blank'>uppskrift</a> Ég gerði svo klassiskt smjörkrem en ég nota: 250 g smjör 250 g smjörlíki 2 pk flórsykur 2 msk vanillusyk...

Brownie með karamellu

Ég er greinilega í Brownie stuði þar sem tvær síðustu uppskriftir frá mér hafa verið Brownie tengdar.. þær eru bara svo góðar. Mæli sérstaklega með þessari fyrir helgina! <strong>Brownie</strong> 250 g smjör 120 g suðusúkkulaði 4 egg 2 bollar sykur 1 1/2 bolli hveiti 1/3 bolli kakó 1/2 tsk salt 1/2 bolli suðusúkkulaði dropar 1. Bræðið smjör og súkkulaði saman í potti og leyfið að kólna örlítið. 2. Þeytið saman egg og sykur. 3. Bætið súkkulaðismjör blöndunni saman við í mjórri bunu og þeytið áfram örlítið. 4. Bætið við þurrefnunum og hrærið. 5. A...

Brownie með Tobleronemús

Ef þið eruð að halda veislu, boð eða bara með sunnudagskaffinu þá mæli ég með þessari, hún getur hreinlega ekki klikkað. <strong>Brownie</strong> 4 egg (5 ef þau eru mjög lítil) 200g súkkulaði 200g smjör 200g sykur 3 msk hveiti 1. Bræðið smjör og súkkulaði saman í potti. Hrærið sykrinum saman við og leyfið blöndunni að kólna aðeins. 2. Þeytið eggin saman vel og bætið svo súkkulaðinu saman við hægt og rólega. 3. Bætið hveitinu saman við. 4. Smyrjið 23cm hringform og hellið deiginu í (ég set smjörpappír í botninn á forminu) 5. Bakið við 180°C í 22-25 ...

Ómótstæðilegur Frölluréttur ala Jóhanna

Ég setti á instastory hjá mér þegar ég var að útbúa þennan rétt og hef sjaldan fengið jafn margar spurningar varðandi réttinn svo ég held að hann verði að fá að koma hér inn. En þessi Frölluréttur er to die for!! Uppskriftina fékk ég hjá Önnu Möggu vinkonu minni en mamma hennar á heiðurinn af þessari snilld svo hann fær nafnið: Frölluréttur ala Jóhanna! Rétturinn minnir einna helst á klassískt kartöflugratín og getur gengið með hvaða mat sem er. Ég var til dæmis með hann með kjúklingaleggjum en þá kryddaði ég bara leggina með Bezt á kjúklinginn kryddinu, dreyfði ...

Mínu Mús afmæli

Ég hélt upp á 3.ára afmælið hjá stelpunni minni síðustu helgi og að hennar ósk var Mínu Mús þema. Mér finnst ekkert skemmtilegra en að plana, baka og kaupa inn fyrir afmæli. En ég nota Pinterest mikið til að fá innblástur og hugmyndir og svo nota ég Amazon mikið til að versla skraut og afmælisbúnað. Ég ætla að byrja á því að sýna ykkur nokkrar myndir frá undirbúningnum. Mig langaði svo að fara all in í þemanu og reyndi að tengja allan mat við Mínu mús á eitthvern hátt. Ég bjó til Mínu mús sykurpúða pinna sem var ótrúlega auðvelt og leyfði ég Signýju að hjálpa m...

Barnablessun Nóa

Þegar velja á nafn á nýfæddan einstakling þarf að pæla í mörgu. Ég pældi rosalega í því hvort hægt væri að uppnefna eða nota gælunöfn því ég vildi það helst ekki. Einnig pældi ég í merkingu orðsins og hvernig það fallbeygist. Það er ekkert smá stór ákvörðun að velja nafn á barnið sitt og ábyrgðafull staða. Við enduðum á því að velja nafnið Nói Bergmann Andrason. Nói er alveg út í loftið en það er nafn sem Andri hefur viljað frá því að hann var barn og svo er Bergmann í höfuðið á pabba mínum....