Lagskipting fatnaðar í útivist

Með hækkandi sól, þá fara fleiri Íslendingar að huga að því að ferðast. Í ár verða eflaust fleiri sem ferðast innanlands heldur en síðustu ár, hvort sem það er útivist á láglendi, hálendi eða klassískar tjaldútilegur. Af veru minni að vera í björgunarsveit í 10 ár og vinna í útivistarverslun í um 5 ár, hef ég öðlast reynslu í því að vita hvaða upplýsingar fólki sem er að taka sín fyrstu skref í útivist eða er komið á þann stað að vilja fara lengra vantar að vita meira um. Mér finnst það oftar en ekki vera þekkingin í að velja saman réttan útivistarfatnað fyrir...

Veturinn í myndum

Nú er veturinn liðinn og því er um að gera að rifja upp þær minningar sem standa upp úr á síðustu mánuðunum. Í raun mætti segja að síðasti vetur sé búið að vera annasamt. En á þessum tíma erum við búin að fara í framkvæmdir, flytja, tvær utanlandsferðir, gifta okkur, fara í skíðaferð norður og njóta samverunnar í covid ástandinu sem skall á samfélagið í mars. Eins og svo margir þá hef ég tekið heilan helling af myndum í öllum þessum ævintýrum og valdi ég 10 myndir sem standa upp úr hér að neðan. En veturinn er mín uppáhalds árstíð....

Fjölskyldu útivera í okkar nágrenni

Núna er staðan þannig í samfélaginu að fólk er hvatt til þess að verja páskahátíðinni heima fyrir. Í raun erum við heppnari en margar þjóðir í kringum okkur þar sem mun meiri bönn eru í gildi til þess að ná tökum á Covid-19 en þau sem eru hér á landi. Ég ætla að deila með ykkur hér nokkrum hugmyndum af útiveru sem hægt er að gera í næsta nágrenni við okkur hérna í Hafnarfirði, flest ætti að vera hægt að gera hvar sem er. Smá útivera á hverjum degi er að okkar mati nauðsynleg til þess að allt heimilisfólkið haldi geðheilsu, svo framarlega sem enginn er veikur....

Mars Bitar

Marsbitar eru æðislegir rice krispies bitar sem eru einfaldir en jafn framt öðruvísi heldur en allir þessir klassísku bitar sem ég hef gert. Það skiptir ekki máli hvort ég geri þá fyrir heimboð, afmæli eða tek með mér á hittinga - þeir klárast alltaf strax. Það er eitthvað við Mars súkkulaðistykkið sem gerir þá svo mjúka og góða. Uppskriftin er sára einföld. -Ég geri oftast tvöfalda uppskrift til að eiga nóg. 4 stk Mars 90gr Smjör 60gr Rice Krispies 100gr Suðusúkkulaði Aðferð Bræðið Mars og smjör í potti við vægan hita og hrærið þangað til þetta ...

Uppáhalds spilin okkar

Núna þegar stór hluti af þjóðinni er í sóttkví eða reynir að halda sig meira heima, þá er um að gera að njóta samverustundanna saman. Við höfum komið okkur upp þeirri venju að spila saman á kvöldin þegar krakkarnir eru sofnaðir til þess gera eitthvað annað til tilbreytingar frá því að horfa á sjónvarpið eða sinna heimilisverkunum. Ég ætla að deila með ykkur nokkrum af okkar uppáhalds spilum. <strong>1. Catan.</strong> Spilaborðið er lítil eyja þar sem allir byrja með tvo bæi og tvo vegi. Spilið gengur svo út á það að safna hráefnum til þess að geta uppfæ...

Myndir frá brúðkaupsdeginum

Fyrir viku síðan þá giftist ég loksins honum Smára. Þessi dagur var miklu skemmtilegri en ég hafði gert mér í hugarlund um. Að fá allt þetta fólk til þess að gleðjast með okkur skemmdi heldur ekki fyrir. Við erum ákváðum að fara í myndatökuna fyrir athöfn, bæði upp á krakkana að gera og einnig til þess að geta byrjað veisluna fyrr. Við fengum hann Gunnar Jónatansson ljósmyndara til þess að taka myndir þennan dag en við vildum fá hann í myndatöku, athöfn og svo í upphafi veislunnar til þess að ná hópmyndum af okkur með fólkinu okkar. Biðin eftir myndunum var s...

Gestabók fyrir brúðkaup

Ég hafði strax skoðun á því hvernig gestabók ég vildi hafa í brúðkaupinu og sem betur fer var Smári sammála mér. Ég hef farið í nokkur brúðkaup þar sem það er Polaroid gestabók þar sem fólk tekur mynd af sér, límir í bókina og skrifar kveðju til brúðhjónanna. Þessa gestabók er svo hægt að opna á brúðkaupsafmælum þegar verið er að rifja upp stóra daginn....

Að fara með lítil börn á skíði

Núna þegar flest skíðasvæði landsins eru farin að hafa opið eins og veður leyfir, finnst mér tilvalið að deila með ykkur nokkrum ráðum fyrir litla skíðafólkið sem mörg eru að stíga sín fyrstu skref í sportinu, sem gæti eflaust orðið eitt af skemmtilegri fjölskyldu sportum ef það er það ekki nú þegar. Mörg þessara ráða virka eflaust ef barnið er að byrja á snjóbretti en ég þekki það ekki af eigin raun. Fanndís Embla fékk fyrstu skíðin sín í jólagjöf í desember 2015, þá tæplega 18 mánaða gömul. Fyrsta veturinn mætti segja að þetta hafi verið nokkrar ferðir í hv...