90s party hugmyndir frá pinterest

Kannski verður boðið í 90's afmæli, ef covid skyldu nú kveðja okkur (verður nú að telja trúlegt) Ég er að verða 30'tug hver hefði trúað því. Það sem ég get ekki verið 20 something lengur verð ég að redda því, finnst ég aldrei vera eldri en það í hjarta. Þá er eina leiðin að bjóða Gullu systir að vera með, hún verður 25 ára þann 17.júní – sumir eru að koma 30'tugs afmæli til mín, aðrar í 25 ára afmæli til Gullu , en aðrir koma í 55 ára afmæli til okkar beggja allt á sama stað og sama tíma - þvílík gleði! En þar sem við erum 90's kids ætlum við að hafa 90's þema...

Rútína og hugmyndir fyrir börnin

Kæru félagar, Á þessum merkilegu tímum sem við förum nú í gegnum er að ýmsu að hyggja. Eitt af því er það sem við köllum svo gjarnan „rútínan“. Það er svo létt að missa hana frá sér, úff. Segið mér bara, þið sem lesið þetta, að þið kannist ekki við jólafríin úr skólunum hér „i den“. Sólarhringnum snúið á hvolf, vakað á nóttunni og sofið fram á dag og svo var maður eins og slytti fyrstu dagana eftir að skólinn byrjaði aftur. Vara bara „in the twilight zone“ bókstaflega með sjálfan sig. Þessar pælingar voru eitthvað að leita á mig núna, þegar leikskólinn hjá lit...

Kvikmyndahorn Sæunnar - 90's Movies

Kæru félagar í áhorfinu. Lengi getur vont versnað, eða þannig. Áfram þrammar veiruskömmin og hefur áhrif á líf okkar. Nú er sko bara komið samkomubann, fleiri og fleiri mokast í sótthví, ýmist að fyrirskipun yfirvalda eða sjálfskipaða. Þetta ófermdarástand gerir ekki annað en að maður eltir alla frétta og viðræðuþætti á ljósvakamiðlum, upplýsingaþræði á netinu og liggur svo í símanum við vinkonur og stórfjölskyldu til að reyna að snapa einhverjar fréttir af ástandinu. Sem náttúrlega engar eru. Kanski væri besta að gera bara eins og organistinn í Atómstöðinni e....

Kvikmyndahorn Sæunnar - Útbreiðsla Vírusa

Sælt veri fólkið. Það er nú þannig á þessum viðsjárverðu tímum, að eitthvað verður maður að hafa sér til dundurs. Ég er ein af þeim sem bíð í ofvæni eftir öllum fréttum sem berast af þessari COVID-19 veiru og er alveg dauðhrædd við útbreiðslu hennar, hafandi frekar alvarlegan undirliggjandi sjúkdóm. EN – það þýðir ekki að ég sé orðin rúm-liggjandi, með sængina dregna upp fyrir haus og voni að veiran finni mig ekki. Ekki alveg. Ég fór því að huga að því hvað væri nú hægt að gera til að stytta sér stundir og komst að því að ég gæti dottið í að horfa á uppáhalds ...

Bósi og Viddi

Bósi Ljósár, Viddi og félagar úr Toy Story ævintýrinu eru í miklu uppáhaldi hjá okkur mæðginum og í dag er öskudagur! Aðþví tilefni ætlum við mæðgin að taka þátt í þeim gleðskap. Því kom ekki annað til greina en að við myndum klæða okkur upp sem þeir félagar – Bósi og Viddi, bestu vinirnir og ráfa saman um götur Reykjavíkur í leit að sælgæti í skipti fyrir söng. Það var ansi auðvelt að finna Bósa ljósárbúning handa Adda. Við fundum fullkominn Bósa búning í næstu verslun Hagkaupa á 4.990 krónur. En þá var það nú Viddi.... Ég fann gula skyrtu í NEW YORKER ...

Falleg saga, svona í aðdraganda jóla

Það sem ég ætla nú að deila með ykkur, ágætu lesendur, er nú kannski ekki beint frétt en þetta er alveg sönn saga og hreyfði við mér þannig að ég ákvað að setja hana hér inn og fæ svo mögulega að heyra hvað ykkur finnst. Sjálfri finnst mér þetta alveg dásamlegt og finnst að með sanni megi segja þetta vera fallega litla nútíma jólasögu. Ég hafði samband við viðkomandi sem þetta fallega henti. Stúlkan vildi ekki koma fram undir nafni en var til í að deila með okkur sögu sinni.  Köllum við þessa ágætu mær bara „Stúlku“ í pistlinum. Það er rétt að geta þess hér ...

Próteinkúlur

<strong>Hnetusmjörs próteinkúlur </strong> Uppskrift Hráefni: 1 bolli af mjúku hnetusmjöri 1 ½ mæliskeið vanilu prótein dufti ½ tsk vanilla extract 1 tsk kanill 1 tsk stevia 20 ósaltaðar saxaðar hnetur Þetta ætti að gefa ykkur sirka 15 prótein kúlur Hér má finna link á vefsíðu með nákvæmri lýsingu: <a href='https://diabetesstrong.com/peanut-butter-protein-balls/ '>HÉR</a> ...

Jólagjafa Hack Sæunnar

Jólagjafir, jólagjafir, jólagjafir.......... úff. Hver hefur ekki verið í þeim sporum að vita ekki alveg hvað á að gefa vinum og vandamönnum í jólagjöf? Eða að hafa ekki tíma í að ráfa á milli búða korteri fyrir jól og reyna finna út úr því hvað 13 ára bróðurdóttir mannsins þíns vill í jólagjöf? Þetta svosem leiðir okkur inná aðra áhugaverða spurningu sem ég hef verið að velta fyrir mér. Hvenær á að hætta að gefa börnum systkina, frænkum og frændum jólagjafir? Það er orðin ansi mikil samkeppni um aurinn sem í buddunni er á aðventunni. Fyrir utan fatakaup,...