Sjónvarpsveggur

Ég bý í leiguhúsnæði og er búin að búa hér í eitt ár. Ég hef leyfi til að gera það sem ég vil í íbúðinni, eins lengi og ég skila henni í upprunalegu formi þegar ég flyt út. Hingað til hef ég ekki gert neitt, en það er alltaf að blunda í mér að fara að byrja á einhverju. Ég er bara svo hrædd um að ef ég byrji, þá smitist ég af þessari home decore bakteríu og geti ekki hætt. Ég hef nefnilega alltaf átt heima í leiguíbúðum þar sem ég hef ekki mátt breyta neinu og því hef ég aldrei gert neina íbúð að minni, þannig séð. Í stofunni hjá mér er lítill veggur þar sem é...

Mín uppáhalds hlaðvörp

Ég er búin að vera að hlusta svolítið á hlaðvörp uppá síðkastið og langar mig til að deila með ykkur mínum uppáhalds. <strong>Illverk</strong> Illverk er fyrsta hlaðvarpið sem ég hlustaði á og lengi vel það eina. Það var ekki fyrr en ég var búin með alla þættina sem ég fór að hlusta á önnur hlaðvörp. Ég er mikil áhugamanneskja um illverk og hef fylgt Ingu Kristjáns á instagram síðan ég var að vinna með henni í Lindex fyrir nokkrum árum og því vakti það áhuga minn að hlusta á hennar hlaðvarp. <strong>Morðcastið</strong> Þegar ég var búin að klára Illverk þ...

Útiæfing

Nú er sumarið að nálgast og þá er svo gaman að breyta aðeins til og taka æfingar úti þegar veðrið er gott. Mig langar til að setja hér fram eina æfingu sem gaman er að taka úti. <strong>Hér er æfingin:</strong> Hita upp með teygjum og léttum æfingum í 5-10 mínútur. <a href='https://www.youtube.com/watch?v=nPHfEnZD1Wk&t=151s' target='_blank'>HÉR</a> er gott dæmi um góða upphitunaræfingu sem hentar hvar og hvenær sem er. Eftir upphitun er farið í smá interval hlaup. <ins>2-3 umferðir</ins> Ganga 250m Skokka 500m Spretta 250m...

Presets

Ég spurði fylgjendur mína á instagram um daginn hvort það væri áhugi fyrir því að sjá hvernig ég breyti myndunum mínum áður en ég birti þær á instagram. Það var rosalega mikill áhugi fyrir því svo hér kemur loksins færslan sem ég lofaði. Betra seint en aldrei, er það ekki annars? En ég breyti myndunum mínum einungis með því að nota filtera. Mér finnst samt filterarnir sem eru til á instagram nú þegar mjög óspennandi, svo ég hef keypt mér svokallaða <em>presets</em> sem er í raun bara annað orð yfir filtera. Þá er einhver aðili búinn að búa til sitt eigið <em>p...

Heimabakað hrökkbrauð

Starfsfélagi minn kom með svo rosalega gott hrökkbrauð í vinnuna um daginn svo ég varð að fá hjá henni uppskriftina. Ég bakaði svo hrökkbrauðið um daginn og heppnaðist það ótrúlega vel hjá mér, þrátt fyrir að ég sé einn slakasti bakari sem fyrir finnst. Uppskriftin er bara svo ótrúlega einföld að það er varla hægt að klúðra þessu. <strong>Uppskrift:</strong> <ul><li>1 dl haframjöl</li><li>1 dl hörfræ</li><li>1 dl sesamfræ</li><li>1 dl graskersfræ</li><li>1 dl sólblómafræ</li><li>1 dl spelt/hveiti/heilhveiti</li><li>1 dl sólblómaolía</li><li>2 dl vatn</li></ul...

Cinque terre - Ítalía

Síðasta sumar fórum við mæðgurnar í þriggja vikna roadtrip um Ítalíu. Einn af mínum uppáhaldstöðum í þessari ferð okkar var Cinque terre og langar mig til að segja ykkur aðeins frá þessari paradís. Cinque terre er staðsett á norðvestur Ítalíu, rétt hjá La Spezia og samanstendur af fimm þorpum, eins og nafnið gefur til kynna. Bæirnir eru Monterosso al Mare, Vernazza, Corniglia, Manarola og Riomaggiore. Riomaggiore og Monterosso eru stærstu þorpin, með um 1500 íbúa hvor, þar næst er Vernazza sem er með um 1000 íbúa. Um 350 manns búa svo á Manarola og Corniglia er mi...

Eurovision 2020

Eins og flestum er nú kunnugt þá verður ekki haldin nein Eurovision keppni í ár og verð ég að viðurkenna að ég var virkilega svekkt þegar ég heyrði þær fréttir. Ég elska Eurovision og finnst mér einhvernveginn eins og að það hefði verið hægt að finna leiðir til að halda keppnina á netinu, með myndböndunum laganna og símakosningu eða hvernig sem er. Það er frekar leiðinlegt að það virðist vera eins og engar aðrar leiðir hafi verið skoðaðar og allt bara blásið af. Og þá sérstaklega leiðinlegt fyrir okkur Íslendingana sem áttum bókað topp 5 sæti í keppninni að þessu ...

Sniðug öpp fyrir heimaæfingarnar

Mig langar til að segja ykkur frá þeim öppum sem ég er að nota við heimaæfingarnar mínar þessa dagana þar sem maður kemst ekkert í ræktina. <strong>Train Heroic</strong> Eins og ég sagði ykkur frá í <a href='http://lady.is/articles/rosasoffia/article/heimaeafingapp' target='_blank'>ÞESSARI</a> færslu hér þá erum við Jens Andri að bjóða uppá ókeypis heima æfingaprógram í þessu appi núna. Vikulega koma inn nýjar æfingar, svo þú ert alltaf að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt. Það eru meira en 400 manns búnir að skrá sig í þetta prógram og þú getur skráð inn nið...