Ítalía

Nú styttist heldur betur í Ítalíferð okkar mæðgna, en við erum loksins að fara 3.júní næstkomandi. Við erum svo ótrúlega spenntar, enda búnar að bíða í marga mánuði. Við erum búnar að panta og greiða allar gistingarnar í ferðinni, svo dagskráin er orðin alveg niðurnegld. Við erum einnig búnar að sitja yfir lesta- og rútu áætlunum og skrifa niður allt hjá okkur um þau mál, hvað varðar tímasetningar, staðsetningar og verð. Svo verðum við bara með sér „samgöngusjóð“ og vonum að við náum að halda okkur við hann, þó að eðlilega geti alltaf eitthvað komið uppá sem hefu...

Asos pöntun

Ég pantaði mér tvo hluti á <a href='https://www.asos.com/women/' target='_blank'>ASOS</a> í byrjun mánaðarins og fékk loksins sendinguna í gær. Ég ákvað að panta ekki hraðsendingu í þetta sinn þar sem mér lá ekkert á því að fá vörurnar. Það tók um 2 vikur fyrir sendinguna að koma til landsins. Mig langaði í einhverja þægilega inniskó (svona töflur) og litla cross-over body tösku fyrir Ítalíu ferðina okkar Elínar. Ég var búin að sjá <a href='https://www.asos.com/versace-jeans/versace-jeans-quilted-slider-with-stud-detail/prd/11562455?clr=black&colourWayId=16354...

Æfingar mánaðarins vol 3

Nú er komið að nýju æfingaprógrammi. Að þessu sinni eru æfingadagarnir fjórir talsins og allar æfingarnar er hægt að framkvæma hvar sem er, án tækja og tóla. Þannig að þetta er snilldar æfingaprógram til að taka með sér í sumarfríið eða ef manni langar til að æfa heima hjá sér eða utandyra í sumar. Þetta er þriðja æfingaprógrammið sem ég deili með ykkur hérna á Lady blogginu. <a href='http://lady.is/articles/rosasoffia/article/aefingarmandarins1' target='_blank'>HÉR</a> getið þið fundið fyrsta æfingaprógrammið sem ég deildi og <a href='http://lady.is/artic...

Ísafjörður

Ég var svo heppin að fá að fara til Ísafjarðar á vegum vinnunnar minnar í vikunni. Við fórum tvær saman og hvorug okkar hafði farið áður til Ísafjarðar, þannig að við vorum ákveðnar í að skoða aðeins bæinn og eitthvað í kring líka. Við fórum á morgni mánudagsins með flugi og vorum lentar fyrir kl níu og fórum svo heim daginn eftir með seinniparts flugi og vorum lentar í Reykjavík um kvöldmatarleytið. Við gistum eina nótt á Hótel Ísafirði og fékk ég herbergi með sjávarútsýni sem var geggjað! Ég mæli alveg klárlega með þessu hóteli fyrir þá sem ætla að gista á Ísafi...

Allt til að verða mjó

Í mörg ár átti ég í mjög óheilbrigðu sambandi við mat og æfingar. Mig langar til að segja ykkur frá minni reynslu og vonandi get ég þannig aðstoðað einhverja við að vinna í sínum málum eða koma auga á einkenni hjá sjálfum sér eða einhverjum nákomnum. Það fyrsta sem maður þarf að gera til að ná bata er að viðurkenna að þetta sé orðið vandamál og maður þarf að VILJA gera eitthvað í því. Lengi vel vissi ég að það sem ég var að gera var óhollt og jafnvel hættulegt, en mig langaði bara alls ekki til að fitna og þar af leiðandi lét ég þetta viðgangast. Útlitið var mikil...

Mfitness

<em>Þessi færsla er ekki kostuð</em> Ég er mjög picky þegar kemur að æfingafötum og þeir sem þekkja mig vita að ég æfi alltaf í buxum frá <a href='https://mfitness.is/' target='_blank'>MFITNESS</a>. Ég á orðið sex buxur frá þeim og þyrfti eiginlega að fara að eignast fleiri (af því að mér finnst svo leiðinlegt að þvo þvott). Uppáhalds buxurnar mínar eru <a href='https://mfitness.is/collections/ithrottabuxur/products/aj-ithrottabuxur' target='_blank'>þessar</a> en þeir heita AJ. Þetta eru plain svartar buxur, uppháar með miklu aðhaldi. Ég æfi Crossfit, svo maður...

Hvernig ég hætti að naga neglurnar

<em>Þessi færsla er ekki kostuð</em> Ég hef nagað á mér neglurnar, naglaböndin og alla húðina í kringum neglurnar síðan ég man eftir mér. Stundum hef ég náð að safna einhverjum smá nöglum, en mér hefur aldrei tekist að hætta að naga húðina í kring. Já, ég veit að fyrir suma hljómar þetta ógeðslegt, en svona er bara sannleikurinn minn. Ég hef sem sagt oft náð að vera með einhverjar smá neglur en þá var húðin öll í kring samt bólgin, rauð og full af sárum. Um síðustu áramót fékk ég alveg nóg af þessu. Ég sat á fundi í vinnunni og var bókstaflega að éta á mér putt...

Eurovision 2019

Það fer ekki framhjá neinum sem fylgir mér á instagram að ég er harður Eurovison aðdáandi (nörd ef þið viljið). Um leið og Ísland er búið að velja sitt framlag til keppninnar þá fer ég að skoða hvað önnur lönd eru að senda inn líka. Núna er um mánuður í keppnina og ég er búin að kynna mér öll lögin mjög vel og löngu búin að mynda mér skoðun um hvaða lög ég vil sjá ná langt í keppninni. Mig langaði til að deila með ykkur uppáhaldslögunum mínum í keppninni í ár og setti því saman smá topp 10 lista. Ef þú ýtir á nafnið á laginu þá opnast nýr gluggi þar sem þú getur ...