Æfingabuxur á Aliexpress?

Ég hef í gegnum tíðina verslað þó nokkuð á Aliexpress, enda margt sniðugt til þar. Einn af mínum uppáhalds æfingabolum er til dæmis þaðan og hef ég notað hann mikið í 3-4 ár og sér ekki á honum ennþá. Ég hef samt aldrei keypt æfingabuxur þaðan áður, enda er mér mjög annt um að æfingabuxur séu ekki gegnsæjar og renni ekki niður. Einhvernveginn hafði ég bara ekki trú á því að ég gæti fengið góðar æfingabuxur á Ali. En svo sá ég á Instagram eina stelpu mæla með buxum þaðan, hún sagði að þær væru einskonar eftirherma af “Gymshark” buxunum, nema bara mikið mikið ódýrar...

Íslensk blogg

Ég hef mjög gaman að því að lesa blogg og ef ég sé einhvern deila skemmtilegum færslum á facebook eða instagram þá er ég dugleg að klikka á linkinn og lesa færslurnar. En einhvernveginn finnst mér erfitt að muna hvað bloggin heita og hvaða blogg var hvað og þess háttar. Því ákvað ég að setja saman lista yfir þær bloggsíður á Íslandi sem mér datt í hug. Fyrst ætla ég að nefna öll þau hóp-blogg sem ég hef heyrt af. Hóp-bloggin eru frekar vinsæl hérna á Íslandi, enda bæði dýrt og tímafrekt að reka og halda uppi bloggsíðu á eigin spýtur. Ég held að þessar síður sem...

Nýtt heimili

Núna er kominn mánuður síðan ég flutti í nýja íbúð og er ég komin nokkuð langt í að koma mér fyrir. Það eru samt ennþá nokkrir hlutir sem ég á eftir að kaupa og hlutir sem ég á eftir að hengja upp og þess háttar, en meiri hlutinn er samt kominn. Okkur mæðgum líður ótrúlega vel á nýja staðnum, með útsýni yfir Akrafjallið og Snæfellsjökulinn, við gætum varla hafa fengið betri staðsetningu. Íbúðin okkar er þriggja herbergja, tæplega 80 fm og erum við í endaíbúð á neðri hæð í tveggja hæða fjölbýli. Húsið er nýtt og erum við því fyrstu íbúar þessarar íbúðar, sem er ótr...

Spicy burrito

Ég eldaði í gær uppáhaldsmat okkar mæðgna og ákvað að setja „uppskriftina“ hér í færslu, þar sem ég fæ alltaf mjög góð viðbrögð þegar ég sýni frá því á instagram. Þetta er máltíð sem tekur 15 mínútur að elda, enda elda ég ekkert sem tekur mig meira en þann tíma hehe. En þetta er eitt af því fáu sem okkur mæðgum finnst báðum jafn gott. Okkur finnst sterkur matur mjög góður, svo við kjósum að hafa þetta vel kryddað. Hér kemur uppskriftin: <strong>Spicy burrito</strong> <ins>Það sem þarf:</ins> Nautahakk Stórar tortilla vefjur Tómatpúrra Fajita spice mix ...

Outfit dagsins

Ég er að fara soldið langt út fyrir þægindarammann minn með því að birta svona outfit færslu, þar sem ég er nú ekki mikill tískúgúru. En ég verslaði mér svo fallega dragt í Stradivarius þegar ég var úti á Ítalíu sem mig langaði til að sýna ykkur. Dragtin er mjög casual, með síðum jakka og kvart buxum. Mér hefur alltaf fundist svo flottar svona casual dragtir við íþróttaskó og þegar ég mátaði þessa dragt varð ég bara að eignast hana. Ég er svo mikið þessi casual týpa og nota varla hælaskó í dag, en þar sem ég vinn á skrifstofu þá langar mig oft að vera smá fín í vi...

Nýr fjölskyldumeðlimur

Síðastliðinn föstudag ákváðum við mæðgurnar að stækka fjölskylduna okkar og fengum við okkur kettling. Fyrir eigum við kisuna hana Jósefínu, sem flutti til foreldra minna þegar við vorum í húsnæði þar sem mátti ekki hafa gæludýr. Nú er hún búin að vera þar í 2 ár og hún og pabbi orðin það góðir vinir að það var ekki í boði að taka hana af honum. En eins og þeir sem þekkja mig vita er ég rosaleg kisumanneskja. Ég elska kisur meira en börn. Og nei, ég er ekki að ýkja. Þannig að um leið og við vorum fluttar í nýtt húsnæði fór ég á stúfana til að finna réttu kisuna fy...

Ferðasaga - Ítalía

Eins og fram kom í þessari færslu <a href='http://lady.is/articles/rosasoffia/article/italy' target='_blank'>HÉR</a> þá fórum við dóttir mín í þriggja vikna roadtrip um Ítalíu í júní. Við vorum búnar að gera ferðaáætlun fyrir ferðina og gekk hún alveg upp og allt ferðalagið heppnaðist ótrúlega vel. Mig langar til að segja ykkur aðeins frá þeim stöðum sem við heimsóttum og hvað stóð svona mest uppúr. Ég fór yfir alla gististaðina okkar og fjölda daga á hverjum stað fyrir sig í færslunni sem ég vitna í hér að ofan, svo ég fer ekki yfir það í þessari færslu hér. ...

Viðtal við Ernuland

Erna Kristín, sem kallar sig Ernuland á samfélagsmiðlum er ein sú áhrifamesta í self-love og body positivity byltingunni á Íslandi um þessar mundir. Hún gaf út bókina „Fullkomlega ófullkomin“ í fyrra og fjallar um þessi málefni sem eru Ernu afar mikilvæg og hjartnæm. Erna er 28.ára, búsett í Hveragerði ásamt manni sínum, syni og hundi. Hún er hönnuður og guðfræðingur ásamt því að vera áhrifavaldur. Instagrammið hennar <a href='https://www.instagram.com/ernuland/' target='_blank'>ERNULAND</a> er fullt af body positvity myndum, ámmingum og umfjöllunum og mæli ég h...