Hvernig ég hætti að naga neglurnar

<em>Þessi færsla er ekki kostuð</em> Ég hef nagað á mér neglurnar, naglaböndin og alla húðina í kringum neglurnar síðan ég man eftir mér. Stundum hef ég náð að safna einhverjum smá nöglum, en mér hefur aldrei tekist að hætta að naga húðina í kring. Já, ég veit að fyrir suma hljómar þetta ógeðslegt, en svona er bara sannleikurinn minn. Ég hef sem sagt oft náð að vera með einhverjar smá neglur en þá var húðin öll í kring samt bólgin, rauð og full af sárum. Um síðustu áramót fékk ég alveg nóg af þessu. Ég sat á fundi í vinnunni og var bókstaflega að éta á mér putt...

Eurovision 2019

Það fer ekki framhjá neinum sem fylgir mér á instagram að ég er harður Eurovison aðdáandi (nörd ef þið viljið). Um leið og Ísland er búið að velja sitt framlag til keppninnar þá fer ég að skoða hvað önnur lönd eru að senda inn líka. Núna er um mánuður í keppnina og ég er búin að kynna mér öll lögin mjög vel og löngu búin að mynda mér skoðun um hvaða lög ég vil sjá ná langt í keppninni. Mig langaði til að deila með ykkur uppáhaldslögunum mínum í keppninni í ár og setti því saman smá topp 10 lista. Ef þú ýtir á nafnið á laginu þá opnast nýr gluggi þar sem þú getur ...

Nokkur góð ráð við mígreni

Ég byrjaði að fá mjög slæmt mígreni fyrir sirka 6 árum síðan og köstin áttu það til að vara ansi lengi og enduðu oft á því að ég lá á baðherbergisgólfinu faðmandi klósettsetuna. Ég fæ ekki eins oft mígreniskast í dag og þegar ég fæ kast þá bregst ég strax við svo þau ná nánast aldrei að vara lengur en í nokkra tíma, ef svo lengi. Mig langar til að segja ykkur frá nokkrum góðum mígrenis ráðum sem ég hef komist að í gegnum mínum reynslu síðastliðin ár. 1. Fyrst og fremst þá mæli ég með því að leita til læknis. Ég gerði það og sagði honum frá mínum köstum og fékk...

Uppáhaldsþættirnir mínir í Premium Símans

Ég hef alltaf verið með netið hjá Símanum, og látið duga Sjónvarp Símans með því. Við mæðgur erum með Netflix og vorum við bara að horfa á þætti þar og notuðum því mjög lítið Sjónvarp Símans. En svo hringdu þeir hjá Símanum í mig og buðu mér 3 mánuði af Heimilispakkanum á sama verði og ég var að borga fyrir, en þá myndi bætast við hjá mér Sjónvarp Símans Premium. Ég var nú ekki viss um að ég myndi notfæra mér þetta eitthvað, þar sem ég taldi að Netflix væri nú alveg nóg, en ákvað að slá til þar sem þessu fylgdi enginn aukakostnaður né vesen fyrir mig. En svo ef...

Æfingar mánaðarins vol 2

Þá er komið að nýju æfingaprógrammi. Ég ákvað að breyta aðeins til og hafa bara 4 æfingadaga að þessu sinni. Það er þá hægt að nota prógrammið meðfram öðrum æfingum, hvort sem það er ræktin, göngur, hlaup, hjól eða bara hvað sem er. Að öðru leyti eru æfingarnar með svipuðu sniði og síðast, sem ég birti í þessari bloggfærslu <a href='http://lady.is/articles/rosasoffia/article/aefingarmandarins1' target='_blank'>HÉR</a>. Ég mun setja æfinguna á instagrammið hjá okkur Lady stelpunum ásamt stuttum myndbrotum af hverri æfingu fyrir sig, þannig að það verði auðvelda...

Ítalía - update vol 2

Jæja, þá er komið að næsta update á Ítalíuferðina sem ég og dóttir mín erum að fara í í sumar sem ég sagði ykkur frá í þessum færslum <a href='http://lady.is/articles/rosasoffia/article/draumaferdalag' target='_blank'>HÉR</a> og <a href='http://lady.is/articles/rosasoffia/article/updateitaliuferd' target='_blank'>HÉR</a>. ...

Rachel Green - Outfit Inspo

Ég er forfallinn Friends aðdáandi og ég gæti ekki einu sinni, sama hversu mikið ég myndi reyna, talið hversu oft ég hef horft á allar seríurnar. Fyrst horfði ég á þættina á videospólum. Þá fór ég 2-3 kvöld í viku á videoleiguna og leigði nokkrar spólur, mig minnir að það hafi verið 4 þættir á hverri spólu. Seinna eignaðist ég svo allar videospólurnar sjálf. Svo man ég ennþá eftir þeim gleðidegi þegar allar seríurnar komu á dvd saman í kassa í Elko og kostaði kassinn um 20.000 kr. Ég var örugglega ein af þeim fyrstu til að fjárfesta í þessum kassa, enda var þetta m...

Meistaramánuður update

Þá er þessi blessaði Meistaramánuður búinn og ég ætla að taka stöðuna á því hvernig mér tókst að tækla mín markmið, eins og ég var búin að lofa ykkur í þessari færslu <a href='http://lady.is/articles/rosasoffia/article/meistaramanudur19' target='_blank'>HÉR</a> Fyrsta markmiðið sem ég setti mér var að auka vatnsdrykkjuna mína. Ég byrjaði á því að drekka 2 lítra af vatni á dag, en ákvað svo eftir nokkra daga að minnka það niður í 1,5-1,75. Ég hugsaði með mér að sennilega væri það of mikið stökk í einu að fara úr því að drekka sirka 0,5 lítra á dag uppí 2 lítra. ...