Thu May 19 2016

Ert þú með hreinlæti og öryggisatriði á hreinu?

Jórunn María

Þegar Saga var nýfædd var okkur ráðlagt að vera alls ekki að gefa henni snuð fyrstu tvær vikurnar. Fyrstu nóttina okkar með henni á spítalanum var hún mjög óróleg og grét. Mér fannst við fá litla sem enga hjálp svo ég hringdi í mömmu og spurði hvort við ættum ekki bara að prufa snuðið. Og viti menn við prófuðum snuðið og það svínvirkaði. Barnið gat loksins verið rólegt og sofnað,sjúgandi þetta pínu litla snuð.

Eina snuð tegundin sem Saga vill er MAM. Ég var búin að kaupa margar tegundir en prófaði fyrst ungbarnasnuðið hjá Mam og var það fullkomið. Ég er algjör snudduperri og er mjög fegin að Saga tók við Mam snuðum. Þau eru svo litrík og falleg. Það eru til nokkrar tegundir hjá þeim þær eru : Original, Perfect, Air, Night og Mam Start. Original: Eru upprunalegu snuðin og hægt að fá marga mismunandi liti og myndir framan á. Perfect: Eru gerð til að minnka áhættuna á að fá skakkar tennur. Túttan er 60% þynnri og er 4 sinnum mýkri en á venjulegu túttunum. Air: Það kemur auka loftflæði þar sem þessi snuð eru opin á sitthvorum hliðum. Night: Þessi eru virkilega þægileg á nóttunni. Þau lýsa í myrkri og það er auðvelt að finna þau. Mam Start: Þessi snuð eru ætluð börnum frá 0-2 mánaða. Koma að góðum notum á fæðingardeildinni.

Nokkrir mikilvægir punktar varðandi snuð. -Mikilvægt er að skoða reglulega snuð barnanna og henda þeim við fyrstu merki um skemmdir. Mælt er með að skipta út snuðum á 1-2 mánaða fresti af öryggis og hreinlætisástæðum. -Mikilvægt er að skoða snuðin vandlega fyrir hverja notkun og toga í túttuna. -Það er sérstaklega mikilvægt að skoða snuðin þegar börn eru að fá tennur eða eru komin með tennur. Mælt er með að skipta yfir í latex þegar börn eru komin með tennur. Latex snuðin eru úr náttúrulegu gúmmí og hafa meira bitþol en silikon snuð. Silikon snuðin er hægt að bíta í gegnum og það er ekki eins teygjanlegt og latex. -Latex snuðin eldast annað en silikon snuðin og því eru öll latex snuð með fyrningardagsetningu sem mikilvægt er að skoða áður en snuð fer í notkun. Ending á latex snuðum eru 2 ár frá framleiðsludegi. Fyrningardagsetninguna má finna á umbúðum en einnig er hægt að finna framleiðsudagsetninguna á snuðinu sjálfu og þannig hægt að reikna út fyrningardagsetninguna -Með flestum Snuðum hjá Mam fylgja box sem eru gerð til þess að sótthreinsa snuðin. Þú setur vatn í boxið, snuðið ofan í og setur í örbylgjuna í nokkrar mínútur. Mér finnst þetta tær snilld og mjög þægilegt. <a href='https://www.youtube.com/watch?v=pq57c4QC5kE.' target='_blank'>Hér er hægt að sjá myndbrot</a>.

Hægt er að fylgjast með Mam barnavörum <a href='https://www.facebook.com/mam.barnavorur/?fref=ts' target='_blank'>Hér</a>. Þar er hægt að sjá mismunandi vöruúrval og skemmtilega hluti.

-Jórunn María Sally