Tue Oct 04 2016

Prjónaðar peysur

Jórunn María

<em>Þessi dásamlegi bakki fæst hjá </em> <a href='http://www.interia.is' target='_blank'>Interia</a>. September var algjör prjóna mánuður. Ég datt í rosa prjónagír og er enn í honum. Þetta er svo rosalega gaman. Í Facebook hópnum Handóðir prjónarar er auðvelt að fá hugmyndir af næsta verkefni sem er æðislegt. Ekkert skemmtilegra en að skoða handverk annarra.

<em>Inniskór og leggings fást hjá </em> <a href='http://www.minimo.is' target='_blank'>Minimo</a> <em>og peysan er prjónuð eftir uppskrift úr Prjónablaði Ýr nr. 41. </em> Þessi peysa er svo falleg. Ég var búin að sjá nokkrar útgáfur af henni og fannst hún alltaf jafn falleg. Uppskriftin er úr Prjónablaði Ýr nr.41.

Ég prjónaði þessar á vini mína og vá hvað þeir eru dásamlegir í peysunum sínum. Bláa peysan er Blær sem er uppskrift frá Hlýnu og Gráa peysan er úr bókinni leikskólaföt og heitir Bróðir Minn Ljónshjarta. Eru þeir ekki flottir í peysunum sínum? Báðar peysurnar fannst mér mjög gaman að prjóna og var ekkert smá fljót. Mæli með þessum uppskriftum <3 Ég er með mjög spennandi á prjónunum núna og hlakka til að sýna ykkur meira frá því þegar ég klára.

Ef þið viljið fylgjast með mér þá er Instagram og Snapchat <strong>Jorunn09.</strong> -Jórunn María Sally <3