Sun Sep 16 2018

Prjónuð kúlupeysa

Jórunn María

Þegar ég kveiki á sjónvarpinu á kvöldin þá verð ég að hafa eitthvað í höndunum. Ég prjóna rosalega mikið og langar mig til að sýna ykkur peysu sem ég prjónaði og er í miklu uppáhaldi. Ég á reyndar eftir að festa tölur á og hafði ég hugsað mér að setja fallega leðurhnappa. Þessi uppskrift heitir Dotted LOVE jakke og er frá Tiddelibom. Það eru margar fallegar uppskriftir frá Tiddelibom sem mig langar til að prjóna en þessa peysu prjónaði ég fyrir svolitlu síðan. Hún er mjög auðveld og er frekar þykk. Uppskriftin kemur í stærðum 6 mánaða til 6 ára. Garnið sem ég notaði í hana heitir Nepal og er frá Drops. Uppskriftin sem ég fór á eftir er á dönsku en það er hægt að kaupa hana líka á ensku. Uppskriftin fæst <a href='https://tiddelibom.no/collections/strikkeoppskrifter/products/dotted-love-jakke' target='_blank'>HÉR</a>.

Planið er að prjóna fleiri svona í mismunandi stærðum því þær eru svo fljótprjónaðar. Það eru nokkrar garntegundir sem eru gefnar upp eins og Alpakka Tweed (Du Store Alpakka), DROPS Nepal, Hanneli Garn (Sandnes Garn), Cotinga (Dalegarn) og Lerke Pluss (Dalegarn). Ég ætla aftur að nota Nepal en á í erfiðleikum með að velja hvaða liti ég vil gera, það eru fjórir sem koma til greina.

Þetta eru þeir fjórir litir sem mig langar til að prjóna úr. Ég hugsa að ég panti þá alla og geri þessa peysu í fjórum stærðum. Hlakka til að sýna ykkur það sem er að koma af prjónunum núna á næstu dögum. Endilega fylgið mér á Instagram <a href='http://www.instagram.com/jorunngests' target='_blank'>Hér</a>. Þangað til næst -Jórunn María