Thu May 12 2016

Grímubúningar á þau allra minnstu

Jórunn María

Ég er ein af þeim sem elskar grímubúninga. Mér finnst ekkert krúttlegra en að sjá börn klædd grímubúningum. Þegar Saga var nýfædd fékk hún Mínu mús búning frá ömmu sinni. Það er alveg ótrúlega gaman að taka myndir af þeim í svona búningum, sérstaklega þegar þau eru svona smá.

Á öskudaginn fékk Saga Mjallhvítar búning sem er of sætur. Og núna fyrir nokkrum dögum fékk hún Jessie Toy Story búning. Mínu mús og Mjallhvít búningarnir voru keyptir í Disney búðinni í London. Toy Story búningurinn var keyptur í Mothercare sem er einnig í London.

Þessir búningar hér að neðan eru svo á óskalistanum.

Nemo og Alice in Wonderland fást <a href='http://http://www.disneystore.co.uk/disney-baby/mn/1500068/' target='_blank'>hér</a>. Þau senda ekki til Íslands en oftast er hægt að fá vörurnar í Disney búðinni á Oxford Street.

Þessir Star Wars búningar fást í <a href='www.mothercare.com' target='_blank'>Mothercare</a>. Þau senda til Íslands en ef þú þekkir einhvern sem er á leið til London er hægt að panta á síðunni þeirra og viðkomandi getur þá sótt í búðina. Mjög sniðugt. Það er svo ótrúlega krúttlegt að sjá krílin í grímubúningum. Þangað til næst <3 -Jórunn María Sally