Wed Dec 26 2018

Dúkkuprjón

Jórunn María

<a href='http://www.petiteknit.com' target='_blank'>Petiteknit</a> er síða sem inniheldur dásamlegar prjónauppskriftir sem hægt er að kaupa. Ég var búin að sjá dúkkuhefti fyrir löngu síðan hjá þeim og ákvað að fjárfesta í því um jólin. Dúkkuheftið er á tæpar 2.000 kr og fæst <a href='https://petiteknit.com/collections/frontpage/products/dukkestrik?variant=6780852994103' target='_blank'>HÉR</a>. Heftið sem ég keypti er á dönsku en það er einnig hægt að fá það á norsku. Allar uppskriftirnar í dúkkuheftinu er einnig hægt að kaupa í krakkastærðum sem mér finnst æði. Þá geta bæði barnið og dúkkan verið í stíl. Læt myndirnar tala sínu máli <3

Svo mikið fallegt í þessu hefti, ég keypti rafrænu útgáfuna og fékk hana senda í tölvupósti. Það er margt fallegt að finna á Petiteknit. Góða skemmtun að prjóna <3. Endilega fylgdið mér á Instagram <a href='http://www.instagram.com/jorunngests' target='_blank'>hér.</a> -Jórunn María Sally