Fri Oct 07 2016

Annas Sommercardigan

Jórunn María

Eftir að ég sýndi það sem var nýjast á prjónunum hjá mér þá logaði snapchattið mitt af spurningum um þessa fallegu flík. Ég ætlaði ekki að koma með þessa færslu fyrr en ég væri búin með peysuna en ég hef fengið svo margar spurningar að ég ákvað að skella í þessa færslu. Eins og mörg ykkar vita að þá elska ég að grípa í prjónana. Mér finnst eitthvað svo róandi við það. Einnig elska ég að skoða það sem aðrir eru að prjóna og gera. Ég er að fylgja nokkrum prjónakonum á Instagram og fæ innblástur þaðan og finn oft skemmtilegar uppskriftir. Ég rakst á þessa mjög svo fallegu peysu og varð að kaupa uppskriftina. Þessi peysa heitir Annas Sommercardigan og er hægt að prjóna hana bæði langerma og stutterma. Hægt er að prjóna peysuna frá níu mánaða upp í sjö ára.

Hún er ekkert smá falleg og kemur rosalega vel út. Mér fannst reyndar svolítið púsluspil að láta munstrið passa. Svo mín er kannski ekki alveg fullkomin en mér finnst hún samt falleg. Uppskriftina er hægt að kaupa <a href='http://www.petiteknit.com' target='_blank'>hér</a> ásamt mörgum öðrum dásamlega fallegum uppskriftum. Ég prjóna uppskriftina á dönsku.

Hér er mín peysa. Á nú ekki mikið eftir. Hlakka til að sýna ykkur hana þegar hún verður tilbúin. Ef þið viljið fylgjast með mér þá er mitt Instagram og Snapchat <ins>Jorunn09</ins>. Ég sýni oft mikið prjónatengt og hvar ég panta garn og svo framvegis. Góða prjónahelgi <3 -Jórunn María Sally