Mon Feb 11 2019

10 góðir þættir á Netflix

Jórunn María

Netflix er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég er búin að vera með áskrift í nokkur ár og ég elska það. Það vill svo heppilega til að ég á eina ótrúlega góða vinkonu sem deilir oft með mér góðum þáttum til að horfa á. Mig langar að deila með ykkur mínum topp 10 þáttum þessa stundina á Netflix.

<strong>1. Marcella</strong> Ef þú ert ekki búin að sjá þessa þætti þarftu að græja það núna! Breskir lögguþættir, ég lofa þú munt ekki geta tekið augun af þessum þáttum.

<strong>2. YOU</strong> Það tók mig nú bara einn laugardag til að klára þessa seríu. Mér til varnar að þá var ég veik og hafði ekkert annað að gera en að horfa á Netflix. Mér fannst pínu skrítið að sjá "Dan Humphrey" leika svona sjúkan gaur, en vá þessir þættir komu mér gríðarlega á óvart.

<strong>3. Baby</strong> Baby eru ítalskir þættir og þeir komu mér rosalega á óvart. Unglingadrama af bestu sort. Ég vona svo heitt að það komi sería 2.

<strong>4. Élite</strong> Ég byrjaði að horfa á þessa þætti fyrir algjörri tilviljun. Þetta eru spænskir "unglinga" spennuþættir. Ég var límd við skjáinn allan tímann og hlakkaði alltaf til að komast heim og horfa á þá. Fór næstum að gráta þegar þeir kláruðust.

<strong>5. La Mante</strong> Ég er mikið að vinna með evrópska þætti. La Mante eru franskir spennuþættir og eru eiginlega bara bestu spennuþættir sem ég hef séð. Ég var ekki með miklar væntingar þegar ég byrjaði á þeim en maður lifandi hvað þetta eru góðir þættir.

<strong>6. Yummy mummies</strong> Ég ætlaði nú fyrst ekki að horfa á þetta en vá hvað ég er fegin að ég gerði það. Þessir þættir eru svo ótrúlega fyndnir og skemmtilegir. Snýst allt um Versace, Burberry og Push presents ( fæðingargjafir).

<strong>7. The assassination of Gianni Versace</strong> Þessir þættir voru mjög góðir. Fannst þeir pínu ruglingslegir á köflum því það var farið svo mikið fram og til baka en á endanum fannst mér þetta geggjað. Þetta eru sannsögulegir þættir um morðið á Gianni Versace og blandast fleiri morð í söguna því sá sem myrti Versace myrti fleiri menn líka. Mjög flottir leikarar, best fannst mér Penélope Cruz sem lék Donatellu, systir Versace.

<strong>8. Daredevil</strong> Það tók mig nokkra þætti til að elska þessa. Eftir svona 4 þætti þá gat ég ekki hætt að horfa. Vanalega finnst mér Marvel þættir og myndir ekki skemmtilegar en þessir þættir eru must watch. Blindur maður sem berst á móti illum mönnum, þvílíkt action í þessum þáttum. Þurfti stundum að halda fyrir augun því þetta varð svo brutal! Mæli með þessum.

<strong>9. Dynasty</strong> Ef ykkur vantar drama í lífið þá eru þessir þættir toppurinn. Það gerist allt í þessum þáttum. Það kemur nýr þáttur í hverri viku og ég bíð alltaf jafn spennt!

<strong>10. Safe</strong> Þessir eru í svo miklu uppáhaldi hjá mér. Það er bara ein sería en hún er svo spennandi að þú klárar hana strax. Ég er svo mikið að vona að það komi önnur sería. Þetta fjallar um mann sem heitir Tom, dóttir hans hverfur einn daginn og hann leitar af henni og finnur leyndarmál sem tengjast fólki í bænum. Góða skemmtun <3 Þið getið fylgt mér <a href='http://www.instagram.com/jorunngests' target='_blank'>HÉR.</a> Þangað til næst <3 -Jórunn María Sally