Kryddjurtir

Nokkur ráð varðandi kryddjurtir fyrir byrjendur. Varðandi kryddjurtir þá er auðvitað best að sá sjálf/ur fræum í mold að vori til en ég klikka alltaf á því. Ég kaupi því kryddjurtir og held þeim við. Það er hægt að kaupa kryddjurtir í matvörubúðir en oft eru þær jurtir sáðar með svo mörgum fræum að þær endast ekki lengi. Oftast bara til að borða strax. En það er samt alveg hægt að halda þeim fínum út sumarið, þótt að það sé auðvitað best að kaupa kryddjurtir hjá garðyrkjustöð. Fyrsta sem þarf að gera er að taka þær úr pottunum, setja nýja mold í og yfir í ...

Hringlaga eldhúsborð

Mig dreymir um að eignast hringlaga eldhúsborð. Það er eitthvað svo heillandi við það. Þegar það eru matarborð eða spilakvöld, að allir sitja á móti hvort öðru. Ég er enn í leit að hinu fullkomna hringlaga eldhúsborði. Einfalt og stílhreint, með nettum fæti og ekki verra ef það væri stækkanlegt. <em>Hér eru nokkrar myndir teknar frá Instagram sem ég er búin að vista nýlega.</em>...

Innblástur - Pallur

Núna er sumarið gengið í garð og þá dettur maður í framkvæmdargír. Við erum til dæmis með ágætlega stóran pall sem snýr í suður og því fáum við sól allan daginn. Er búin að vera að dunda mér smátt og smátt í honum undanfarið og ætla að taka helgina í að taka hann svolítið í gegn. Ákvað að deila með ykkur smá innblæstri fyrir pallinum og hvað ég ætla að gera við hann. ...

Innblástur - Forstofa

Forstofan er það fyrsta sem blasir við gestum og það fyrsta sem þú sérð þegar þú kemur heim. Við erum með frekar litla forstofu sem er hálf opin inn í íbúðina. En hún er nóg fyrir allt það nauðsynlega og það sem mér finnst þurfa: <em>Snaga fyrir töskur og fylgihluti, bekkur/kollur til að sitja á, stað til að setja lyklana á, spegil og plöntur til að gefa smá hlýju.</em>...

Áhugaverðir Instagram aðgangar - Einstaklingar

Núna eru margir fastir heima, maður grípur meira í símann og skrollar í gegnum samfélagsmiðlanna (allavega við barnslausa fólkið). Og ég tók saman nokkra einstaklinga á Instagram sem mér finnst vera áhugaverðir. Hvort sem það eru einstaklingar sem deila mataruppskriftum, snyrtivörur, barna-story (mér finnst það mjög áhugavert þrátt fyrir að vera barnslaus, heh). Eða bara fyndið og skemmtilegt fólk sem hjálpar manni að dreifa huganum. ...

Sunnudags

Gleðilega páska ♡ Ég elska sunnudaga. Þá gerum við yfirleitt vel við okkur matarlega séð og þá sérstaklega brunch. Ég hef ótrúlega gaman af því að útbúa brunch og bjóða heim í mat og finnst leitt að geta ekki gert það á þessum tímum, né að fara í heimsóknir eða á brunch staði. En við njótum okkar bara við tvö og gerum gott úr þessu. Smá <em>Sunday mood</em> í tilefni dagsins. Eigið góða páska og ég vona að þið njótið ykkar. ♡...

Ljúffengur pestó fiskréttur

Við borðum oft fisk á heimilinu, aðalega af því ég er grænmetisæta og maðurinn minn ekkert sérlega hrifinn af grænmetisréttum. En ég ákvað að deila með ykkur okkar uppáhalds fiskrétti og höfum við prufað hann með ýsu, þorski, löngu, lúðu og fleira. Í þetta skiptið áttum við til skötusel í frysti og prufuðum það. Ótrúlega gott!! En það sem ég elska við þennan rétt er að hann inniheldur fá innihaldsefni, auðvelt að matreiða hann og við eigum oftast til allt það sem þarf í réttinn. <em>Þessi uppskrift er fyrir 3-4 manns</em> <strong>Það sem þarf er:</str...

Þakklæti

Undafarið hafa margir deilt á samfélagsmiðlum sínum þakklætislista. Sem er ótrúlega fallegt. Við erum að upplifa svo skrítinn tíma, við höfum enga stjórn á því sem er að gerast, mikil óvissa og það hræðir mann. En! Það er ýmislegt jákvætt sem kemur út úr þessu sem er vert að einblína á. Ég fór í bíltúr um helgina og tók eftir hversu margir væru úti að labba. Einstaklingar jafnt sem pör. Fannst dásamlegt að sjá þetta. Ekki skrýtið samt, þar sem flestir eru innilokaðir og þurfa nauðsynlega að komast aðeins út til að bjarga geðheilsunni. En maður fer að met...