Tue Mar 31 2020

Herbergið hennar Ágústu Erlu

Guðrún Birna

<em>Færslan er ekki kostuð - Ef um samstarf er að ræða tek ég það ávallt fram.</em> Herbergi dóttur minnar er að mestu leiti tilbúið. Áður en við fluttum þá sagði hún að hún vildi fá bleikt herbergi, auðvitað fékk hún það. Þó hún sé bara fjögurra og hálfs árs þá er hún með ansi sterkar skoðanir á hlutunum og talaði ég alltaf við hana fyrst áður en við hengdum eitthvað upp. Myndirnar á veggnum valdi hún til dæmis alveg sjálf og límmiðann "hönnuðum" við saman. Við keyptum málninguna hjá Málningu en við völdum þann lit sem okkur fannst passa best fyrir okkur og er liturinn ekki of bleikur heldur með smá fjólu tón.

Ég fæ reglulega spurningar um hluti í herberginu á Instagramminu mínu þannig að ég ákvað að henda bara í færslu. Disney prinsessurnar keypti ég á <a href='https://www.etsy.com/' target='_blank'>Etsy.</a> Ég fékk sendan download link með 12 prinsessum, valdi þessar og pantaði í stærð A3 á <a href='https://www.photobox.co.uk/' target='_blank'>Photobox.</a> Rammarnir eru úr IKEA. Dótakistuna keypti ég fyrir nokkrum árum í IKEA og nýtist hún vel fyrir allskonar dót, pínu hættulegt stundum því maður getur hennt fullt af dóti í hana. Rúmið keyptum við líka í IKEA fyrir nokkrum árum. Stjörnu snaginn er frá Húsgagnaheimilinu. Himnasængina pantaði ég á Ebay og augnhárin líka. Skýja ljósið er úr ILVA og kveikjum við á því á hverju kvöldi þegar hún fer að sofa, mjög kósý. Hillan á veggnum fyrir ofan skrifborðið er frá Sostrene Grene. Skrifborðið og stóllinn eru úr IKEA. Bleiku grindina í horninu keypti ég fyrir nokkrum árum í Hrím. Eldhúsið er úr Costco en við gáfum henni það í jólagjöf fyrir tveimur árum og er það ennþá jafn mikið notað.

Þessa fallegu límmiða fengum við að gjöf frá <a href='https://www.facebook.com/formlimmidar/'target='_blank'>Form límmiðar.</a> Ég sendi þeim sirka hvernig ég vildi hafa nafnið og myndina í kring og þetta var niðurstaðan, erum ekkert smá ánægð með þá. Passa fullkomlega á þennan vegg. Takk aftur Form límmiðar fyrir frábæra þjónustu, fagleg og fljótleg.

Gardínurnar eru úr IKEA og stjörnurnar sem hanga í gardínunni eru úr Sostrene Grene. Þær sjást frekar illa því myndin er tekin á móti glugga en þær eru föl bleikar, bleikar og fjólubláar. Hvítu hillurnar eru úr IKEA og hafa þær bjargað skipulaginu á dótinu. Stelpan mín á svo mikið af allskonar dóti og þá sérstaklega, bókum, litum, perlum, púslum og föndurdóti. Í þessu er hægt að hafa smá skipulag á því. Í skápnum hægra megin til dæmis eru allar litabækur og skólabækur, púsl, spil, litakassi og leir. Í skúffunum vinstra megin eru perlur og perluspjöld, stimplar, límmiðar og fleira föndurdót.

Svo má ekki gleyma prinsessu kjólunum. Við hengdum nokkra snaga bakvið hurðina og fá þeir að vera þar ásamt skónum.

Herbergið er bleikt og prinsessulegt, alveg eins og hún vill hafa það og er hún alsæl með það. Ég held ég hafi talið upp það helsta í færslunni en ef það er eitthvað sem þið viljið spyrja um þá ekki hika við að senda mér skilaboð. xo Guðrún Birna Instagram: <a href='https://www.instagram.com/gudrunbirnagisla/' target='_blank'>gudrunbirnagisla</a>