New in | Saint Laurent

<em>Færslan er ekki kostuð</em> Ég fékk mér þessi sjúllað flottu sólgleraugu um daginn í Optical Studio. Ég er mjög hrifin af þessum stíl sem er að koma svo sterkt inn, mjó, minimalísk gleraugu. Ég er búin að nota þau mjög mikið á þessum stutta tíma og á pottþétt eftir að nota þau mjög mikið í sumar - passa við allt!...

Vikufrí til Tenerife [myndir]

Við fjölskyldan skelltum okkur yfir til Tenerife um miðjan apríl síðastliðinn og vorum í átta daga. Tengdaforeldrar mínir voru búnir að ákveða að vera hjá okkur í Barcelona í tvær vikur og á sama tíma var bróðir Óla og fjölskyldan hans á Tenerife. Bróðir Óla var búinn að vera spyrja okkur hvort við vildum ekki hoppa yfir til þeirra í smá frí en við svöruðum alltaf neitandi. Við vorum samt löngu búin að ákveða að fljúga yfir og koma þeim á óvart. Við flugum til Tenerife á þriðjudegi með tengdó, við lentum fyrri part dags en bróðir Óla og fjölskylda seinni part. Við...

Tilfinningar

Ég hef verið að fylgjast með henni Sonju Ósk hjá <a href='https://www.facebook.com/hollarhugsanir/' target='_blank'>Hollum hugsunum</a> á Facebook í svolítinn tíma. Mér finnst það sem hún er að gera og pæla í mjög áhugavert. Hún birti youtube myndband á síðunni sinni fyrir nokkrum dögum sem ég tengdi mikið við en það myndband er um tilfinningar. Þegar ég horfði á myndbandið þá hugsaði sérstaklega um tíma hjá mér fyrir nokkrum árum þegar ég átti mjög erfitt andlega og mikið um að vera hjá mér, hvað ég var með mikið af tilfinningum en reyndi alltaf að ýta þeim til h...

Ennisband og hálsskjól á börnin

Elsku tengdamamma mín hún Elín prjónaði þetta hálsskjól og ennisband handa ömmustelpunni sinni Ágústu Erlu um jólin. Ég er mjög hrifin af prjónuðum flíkum og fylgihlutum og finnst mér þetta sett mjög fallegt. Tengdó notaði fína merino ull og valdi þennan fallega fjólubláa lit sem passar einstaklega vel við stelpuna mína. Uppskriftina að þessu má finna í bókinni "Ljúflingar - prjónað á smáa og stóra."...

Brúðarkjólamátun - mín reynsla

Ég keypti mér brúðarkjól í síðustu viku hérna í Barcelona. Ég byrjaði að skoða brúðarkjóla strax eftir að við trúlofuðum okkur fyrir sirka ári síðan. Ég skoðaði mikið á Pinterest en það er hægt að skoða endalaust þar af kjólum... og líka bara öllu sem viðkemur brúðkaupum. Þegar við fluttum hingað út þá fór ég að googla hvaða búðir væru í boði sem selja brúðarkjóla. Það er til slatti af búðum en getur verið mjög ólíkur stíll milli þeirra. Þess vegna er gott að vera búinn að hugsa sirka hvernig kjól maður vill vera í eða hvernig kjóla maður vill prófa. Ég sá strax h...

Tossa de Mar - Costa Brava [myndir]

Við fjölskyldan skelltum okkur í smá ferðalag um daginn til Tossa de Mar. Við fórum á sunnudegi og vorum í þrjá daga. Við vorum í sirka klukkutíma og korter að keyra þangað. Ég var búin að skoða mikið á netinu hvaða staði væri gaman að heimsækja sem eru ekki langt frá Barcelona. Nokkrir staðir komu til greina en Tossa de Mar greip okkur strax. Það er gamalt sjómanna þorp með mikilvægan sögulegan bakgrunn. Það sem samt heillaði okkur strax var gamli kastalinn. ...

Outfits - part IIII

Einfalt og þægilegt dress frá því að við vorum á Tossa de Mar síðustu helgi. Mæli mikið með þeim stað en ég ætla að koma með færslu um ferðina á næstu dögum, ótrúlega fallegur staður. ...

Uppáhalds bíómyndirnar mínar

Ætla að deila með ykkur nokkrum af mínum uppáhalds bíómyndum. Þessi listi er alls ekki tæmandi, er pottþétt að gleyma einhverri mynd sem er ofarlega hjá mér. En hér koma nokkrar:...