Fyrsta útilega sumarsins | Reykholt

Við fjölskyldan fórum í fyrstu útilegu sumarsins síðustu helgi. Við skelltum okkur í Reykholt með bróðir Óla og strákunum hans og vini Óla og fjölskyldu hans. Við fórum eftir vinnu á föstudeginum og vorum til sunnudags. Veðrið var bilað gott alla helgina! Sól og mikill hiti, alveg æðislegt. Ég og Óli keyptum okkur fellihýsi fyrr í sumar en við höfum verið dugleg í gegnum árin að fara í útilegur með lánað fellihýsi. Nú ákváðum við að kaupa okkur eitt stykki enda vissum við að við myndum nota það mikið. Það er frekar gamalt en er mjög vel með farið. Við erum að hugs...

Fullkomin brúnka [fyrir & eftir myndir]

<em>Færslan er ekki kostuð. Vörurnar voru fengnar að gjöf.</em> Það er ansi margt sem þarf að huga að þegar maður er að fara gifta sig. Það þarf að finna hinn fullkomna brúðarkjól, skó, fylgihluti, förðunarfræðing og hárgreiðslu konu/mann ef maður vill aðstoð við það, huga að neglum og svo framvegis. Ég er rosalega hvít, eins og svo margir íslendingar, þannig að ég vildi klárlega vera með gervibrúnku. Þó ég hafi búið í Barcelona og var mikið í sólinni þá varð ég ekki brún, ég verð útitekin og "fersk" en ég fæ bara ekki mikinn lit. Ég var búin að heyra mjög...

Dagurinn fyrir stóra daginn

Við Óli vorum svo heppin að við fengum ekki bara brúðkaupsdag heldur brúðkaupshelgi! Brúðkaupið var sunnudaginn 16. júní. Við áttum bókað hótel á föstudeginum 14. júní til þriðjudags, en hótelið var í um sex mínútna akstri frá brúðkaupsstaðnum. Við vorum á hótelinu AC Hotel Marriot Gava Mar og gæti ég ekki mælt nógu mikið með þessu hóteli, mjög flott og snyrtilegt og með topp þjónustu, við eigum pottþétt eftir að fara aftur á það einhvern daginn. Það voru mjög margir brúðkaupsgestir sem gistu á sama hóteli og komu margir á föstudeginum og ennþá fleiri á laugardegi...

Outfits - part 5

Sumarlegt og einfalt outfit í þetta skiptið. Góða helgi! ...

Helgarferð til Berlínar [myndir]

Við Óli og Ágústa Erla fórum til Berlínar þar síðustu helgi. Við hittum þar mömmu og manninn hennar, systkini mín og maka þeirra og auðvitað guðdóttur mína. Við flugum á fimmtudegi frá Barcelona og var flugið um tveir tímar. Við gistum á Radisson Blu á Karl Loebknecht Strasse og var það ekkert smá flott hótel með topp þjónustu. Fiskabúrið í lobby-inu var þó toppurinn hjá Ágústu Erlu en ég hef aldrei séð svona stórt og flott fiskabúr. Á fimmtudeginum tókum við lestina í verslunarmiðstöðina KaDeWe en þar er að finna mikið af merkjavörubúðum eins og Louis Vuitton...

Minna en mánuður í brúðkaup! Smá update af undirbúningi

Í dag eru 24 dagar í brúðkaup.... takk fyrir pent! Undirbúningur er búinn að ganga vel og er bara smá eftir. Ég skrifaði smá færslu <a href='http://lady.is/articles/gudrun/article/brudkaupsundirbuningur_gudrun' target='_blank'>hér</a> þegar allt var að fara af stað og er heldur betur mikið búið að gerast síðan þá. Fyrsta og aðal málið var að finna catering eða veislu þjónustu. Við vorum í tölvusambandi við tvær þjónustur, við skrifuðumst á milli í margar vikur til að plana allt og á endanum fengum við tilboð frá þeim. Önnur þjónustan heillaði okkur aðeins ...

New in | Saint Laurent

<em>Færslan er ekki kostuð</em> Ég fékk mér þessi sjúllað flottu sólgleraugu um daginn í Optical Studio. Ég er mjög hrifin af þessum stíl sem er að koma svo sterkt inn, mjó, minimalísk gleraugu. Ég er búin að nota þau mjög mikið á þessum stutta tíma og á pottþétt eftir að nota þau mjög mikið í sumar - passa við allt!...

Vikufrí til Tenerife [myndir]

Við fjölskyldan skelltum okkur yfir til Tenerife um miðjan apríl síðastliðinn og vorum í átta daga. Tengdaforeldrar mínir voru búnir að ákveða að vera hjá okkur í Barcelona í tvær vikur og á sama tíma var bróðir Óla og fjölskyldan hans á Tenerife. Bróðir Óla var búinn að vera spyrja okkur hvort við vildum ekki hoppa yfir til þeirra í smá frí en við svöruðum alltaf neitandi. Við vorum samt löngu búin að ákveða að fljúga yfir og koma þeim á óvart. Við flugum til Tenerife á þriðjudegi með tengdó, við lentum fyrri part dags en bróðir Óla og fjölskylda seinni part. Við...