Liggur þér lífið á?

Í sumar vorum við fjölskyldan svolítið í útilegum og ferðum um landið. Í ágúst vorum við að ferðast tvær helgar í röð, sem er svosem ekki frásögu færandi, en í bæði skiptin vorum við að keyra norður og í bæði skiptin hélt ég að við myndum lenda í bílslysi. Í fyrra skiptið er það bíll sem er að keyra úr gagnstæðri átt og er semsagt að taka fram úr. Það var rosalega mikil umferð enda há sumar og allir í útilegum og að ferðast. Bíllinn nálgast okkur og nálgast, hann ÆTLAÐI bara að ná fram úr öllum bílunum. Ég öskraði á Óla því bíllinn nálgaðist hratt og það leit út f...

Banana muffins [án hveitis]

Ég bakaði þessar muffins í fyrsta skipti í dag með dóttur minni. Við áttum svo mikið af gömlum bönunum þannig að við skelltum í bananabrauð og þessar ofur muffins. Ég sá uppskriftina á Instagramsíðu sem heitir Healthyfoodadvice. <strong>Uppskrift:</strong> 2 gamlir bananar 2 egg 1 bolli hnetusmjör 2 tsk vanilludropar 2 msk hunang 1/2 tsk lyftiduft Súkkulaðidropar <strong>Aðferð:</strong> Þeyta öllum hráefnunum saman í blandara nema súkkulaðinu. Hella í muffinsform og setja súkkulaði ofaná. Baka í 8 mínútur við 205 gráður. ...

Nýtt hverfi, ný íbúð!

Við hjónin vorum að festa kaup á íbúð í Grafarholtinu og fáum við afhent 4. desember. Við erum búin að vera ansi dugleg í fasteignamálunum en við seldum íbúðina okkar í Blönduhlíð árið 2015, keyptum á Álftanesinu 2016 og vorum þar í tvö ár. Þegar við ákváðum að flytja til Barcelona settum við húsið þar á sölu og keyptum í staðinn íbúð í Safamýri til að leiga út á meðan við værum úti. Barcelona ævintýrið var styttra en við plönuðum og fluttum við aftur til Íslands núna í sumar. Við fórum fram og til baka með hvað ætti að gera við þessa íbúð í Safamýri, hvort við æt...

Allt um brúðkaupið okkar

Eruði nokkuð komin með leið á brúðkaupsfærslunum? Hér er síðasta. Nú eru rúmir þrír mánuðir liðnir síðan við giftum okkur. Ég setti inn <a href='http://lady.is/articles/gudrun/article/brudkaupid_gudrun' target='_blank'>brúðkaups-mynda blogg</a> í síðasta mánuði en núna langar mig að segja ykkur aðeins frá stóra deginum, hvað við vorum með í matinn, hvernig skreytingarnar voru, hvar við keyptum fötin okkar og svo framvegis. Við skulum byrja á mér. Kjóllinn sem ég keypti mér er frá merkinu Aire Barcelona. Ég keypti hann í Barcelona í verslun sem heitir <a href=...

All black everything tískubók

Ég byrjaði að fylgja Sally Faye á Instagram fyrir sirka tveimur árum. Það sem greip mig strax við prófílinn hennar, fyrir utan það hvað myndirnar á veggnum voru allar fallegar, voru teikningarnar hennar. Hún er tísku og beauty illustrator og gerir klikkaðar myndir. Hún vinnur fyrir risastór og flott fyrirtæki við illustration. Hún gaf út sína fyrstu bók í fyrra sem heitir All Black Everything og er tísku leiðsögubók um það hvernig á að klæðast svörtu alla daga ársins....

Uppáhalds bíómyndirnar mínar - hluti II

Hér er listi númer tvö. Eins og með síðasta lista þá eru þetta bæði myndir sem mér finnst mjög góðar í bland við "B" myndir sem mér finnst gaman að horfa á aftur. <a href='http://lady.is/articles/gudrun/article/uppahaldsbiomyndir' target='_blank'>HÉR</a> getið þið séð fyrri listann....

4 ára afmæli Ágústu Erlu

Við héldum upp á 4 ára afmælið hennar Ágústu Erlu laugardaginn 17. ágúst en hún á afmæli þann 20. ágúst. Við erum í frekar litlu húsnæði eins og er og því ákváðum við að hafa opið hús frá kl.14-17. Það var spáð góðu veðri þannig að við ákváðum að grilla pylsur. Það sem var einnig á boðstólnum var ostasalat og túnfisksalat með brauði og kexi, dumle-lakkrís-kornflakes nammi (sjá uppskrift neðar) og afmæliskaka. Ég passaði mig þetta árið að vera ekki með alltof mikið af veitingum, þetta var alveg passlegt! Dúkinn, diskana, servíetturnar, kökudiskinn, glösin, f...

Flutt aftur til Íslands

Barcelona ævintýrið varð styttra en planið var. Við fluttum út fyrir ári síðan og ætluðum við að vera í þrjú ár en námið sem Óli, maðurinn minn, fór í var þrjú ár. Fyrstu vikurnar og mánuðurnir liðu og sá Óli hægt og rólega að þetta nám og þessi skóli var ekki að henta honum. Eftir miklar vangaveltur ákváðum við (já við, við tökum ákvarðanir saman) að þetta væri ekki að ganga með þennan skóla og sótti Óli um annað nám og annan skóla um áramótin. Hann komst inn í MBA nám í skóla í Bretlandi í fjarnámi. Hann byrjaði í því námi í janúar. Við ætluðum þó ekki að flytja...