brúðkaupsbókin

Sjö mánuðum eftir brúðkaup fannst mér vera kominn tími til að panta brúðkaupsbók, myndaalbúm með myndum frá stóra deginum. Ég ákvað að nota <a href='https://www.photobox.co.uk/' target='_blank'>Photobox</a> til að búa til og panta bókina. Ég valdi albúm sem heitir A3 Lay Flat Photobook. Stærðin er mjög góð að mínu mati og opnast bókin alveg flöt þegar maður er að skoða hana sem mér finnst vera lykilatriði. Maður getur látið forritið í Photobox raða myndunum fyrir sig í bókina. Ég raðaði hverri mynd í bókinni sjálf og valdi hvernig hver blaðsíða lítur út. Það e...

boohoo - new in

Ég pantaði mér nokkrar flíkur á Boohoo í lok apríl. Ég fékk sendan afsláttarkóða á afmælisdeginum mínum og freistaðist aðeins. Ég keypti mér föt sem ég get notað eftir meðgöngu. Ég er mjög spennt að fara nota "venjuleg" föt aftur. Mér sýnist flest vera á 25% afslætti núna og auka afsláttur af því kóðanum SALE. En eitthvað af því sem ég keypti er búið eða lítið eftir af, það eru samt svo margar flíkur líkar þannig að það er ekkert mál að finna svipuð föt. Svo mikið til hjá þeim. ...

29 ára!

Ég átti 29 ára afmæli í síðustu viku. Ég er mikið afmælisbarn, ég elska að eiga sér dag og fá pakka. Verð að viðurkenna að það var mjög skrýtið að eiga afmæli í samkomubanni. Venjulega enda ég alltaf afmælisdaginn á kvöldmat hjá mömmu með allri fjölskyldunni en það var ekki hægt þetta árið. En ég var í góðum höndum heima, Óli og Ágústa Erla sáu vel um mig. ...

Beige on beige

Smá fata inspo á þessum fallega sunnudegi. Er voða hrifin af þessu "beige on beige" look-i. Hér koma nokkrar myndir af Pinterest. ...

Hollur Snickers Smoothie

Þessi smoothie er svo sjúklega góður - algjört nammi. Ekki skemmir fyrir að hann er í hollari kantinum. Það eru tveir frosnir bananar í honum en þegar bananarnir á heimilinu eru farnir að eldast dálítið og ég ekki að fara gera bananabrauð þá tek ég utan af þeim, sker þá í bita og læt þá inn í frysti. Svo gott að geta gripið í þá þegar maður ætlar að gera til dæmis smoothie. Þetta er mjög einfaldur drykkur, mæli með að prófa....

Outfit - Páska fín

Þó maður sé ekki að fara neitt eða gera neitt þessa dagana þá klæddi ég mig samt upp á páskadag. Það er ansi gott að fara stundum úr kósý fötunum og klæða sig upp.... og jafnvel að setja á sig varalit. Þessi mikla innivera getur verið erfið fyrir suma, það að klæða sig upp getur gert helling fyrir mann. Komin 28 vikur á leið ♡ ...

Herbergið hennar Ágústu Erlu

<em>Færslan er ekki kostuð - Ef um samstarf er að ræða tek ég það ávallt fram.</em> Herbergi dóttur minnar er að mestu leiti tilbúið. Áður en við fluttum þá sagði hún að hún vildi fá bleikt herbergi, auðvitað fékk hún það. Þó hún sé bara fjögurra og hálfs árs þá er hún með ansi sterkar skoðanir á hlutunum og talaði ég alltaf við hana fyrst áður en við hengdum eitthvað upp. Myndirnar á veggnum valdi hún til dæmis alveg sjálf og límmiðann "hönnuðum" við saman. Við keyptum málninguna hjá Málningu en við völdum þann lit sem okkur fannst passa best fyrir okkur og ...

Nýjar myndir heima

Við fluttum inn í nýju íbúðina okkar í byrjun desember og vorum við fljót að koma okkur ágætlega vel fyrir. Það eru samt alltaf einhver smáatriði sem fá að bíða og var gangurinn eitt af þeim atriðum. Við hengdum upp málverk hægra megin á ganginum og ætlum að kaupa einhverja flotta hillu til að hengja upp vinstra megin. En miðju veggurinn var meiri höfuðverkur því hann sést úr stofunni. Við vorum að pæla í fjölskyldumyndavegg með fullt af myndum eins og við vorum með í gamla húsinu okkar. Svo datt mér í hug að hafa bara fjórar stórar myndir og þetta varð útkoman. É...