Tue Jul 31 2018

Útilega með barn

Gabriela Líf

Við Jón Andri vorum í fríi saman í maí og ákváðum að fara í smá útilegu með Hlyn Loga. Við fórum á tjaldsvæði sem við fórum á þegar ég var ólétt og það er fullkomið, það var enginn þarna og það var smá "sandkassi" fyrir Hlyn Loga og hestar hinum megin við svæðið. Það var hinsvegar eins og við værum að flytja þegar við fórum, við tókum mjög mikið með okkur og vorum með fullan bíl.

Við eigum ekki fjölskyldutjald svo ég fór að skoða allsstaðar á netinu en ein benti mér á í gegnum snapchat að það væri hægt að leigja allskonar útilegubúnað hjá <a href='https://fjallakofinn.is/' target='_blank'>Fjallakofanum</a>. Við leigðum tjald, einangrunarteppi til að hafa í botninum og burðarpoka fyrir Hlyn Loga. Það sem við tókum með var: - Tjald (leigja hjá Fjallakofanum) - Dýna (uppblásin úr Rúmfatalagernum) - Ferðarúm og dýna fyrir Hlyn Loga - 2x svefnpokar, lak og sæng+koddi fyrir Hlyn Loga - 3x hlý teppi - Einangrunarteppi fyrir tjaldið - Koddar - Grill, gaskútur og tangir - Kerra - Borðbúnaður (hnífapör, skeiðar, glös, bollar, skálar, diskar, skæri, skurðarbretti og beittur hnífur) - 2x stólar og borð og barnastóll - Kælibox og kælikubbar - Leikföng (fata+skófla, bíla, bolta, bækur, kubb, spil) - Bíla hleðslutæki fyrir síma - Uppþvottabursti, uppþvottalögur, tuskur, viskastykki, eldhúsrúllu, klósettpappír. - Ruslapokar - Bleyjur, blautþurrkur og skiptidýnu - Tannkrem og tannburstar - Sjampó, hárnæring og bursti - First aid kit: Plástrar, sótthreinsir, hitastílar, lyf, verkjalyf - Myndavél - Bakpoka fyrir Sund: Sundföt, handklæði, rakakrem, sundbleyjur - Málningardót og snyrtidót - Útilegu teppi - Prímus Föt: - Regnjakka og buxur fyrir okkur Jón Andra - Primaloft úlpur - Ullarföt - Ullarsokkar, vettlingar, húfur og trefill - Stígvél, gönguskór og strigaskór - 3-4x sokkar - Lopapeysur/flíspeysur - 2-3x bolir - 2x buxur - Peysur - 3x nærföt - Merino ullarföt fyrir Hlyn Loga - 4-5x samfellur og buxur - Merino ullargalli + útigalli - Regnföt, stígvél og kuldaskór - Húfur (þunn+þykk), vettlinga, trefil

Þetta var ótrúlega gaman og við skemmtum okkur konunglega. Mæli innilega með því að skella sér í smá ferð innanlands, þó það sé ekki nema bara í eina til tvær nætur. Svo gott að komast aðeins í burtu og vera öll ein saman. Við skoðuðum helling, fórum á fullt af nýjum stöðum og ég tók fullt af fallegum myndum. Hef þetta ekki lengra í bili :) Þangað til næst, Gabriela Líf <3 Ef þið viljið fylgjast meira með mér þá er mitt Instagram <a href='http://www.instagram.com/gabrielalifsigurdar' target='_blank'>HÉR</a> Snapchat: gabrielalif90