Sat Jan 19 2019

Uppáhalds leikföngin

Gabriela Líf

Við fengum ótrúlega mikið af dóti fyrir Hlyn Loga eftir desember, þar sem Hlynur á jú afmæli í lok desember og svo eru jólin. Ég útbjó lista þar sem ég fann allt mögulegt sem mér datt í hug að væri sniðugt fyrir hann að leika sér með. Við fengum ótrúlega mikið af dóti og langaði mér að deila með ykkur því sem er í uppáhaldi núna.

Þegar ég var enn að fljúga fann ég fyrir slysni í Walmart þessa ótrúlega flottu segulkubba. Ég ákvað að kaupa kassa fyrir hann og ætlaði að geyma til að gefa honum í afmælisgjöf. Ég gat að sjálfsögðu ekki beðið og gaf honum þá strax :) Þeir slógu heldur betur í gegn og í afmælisgjöf ákváðum við að gefa honum meira í safnið. Ég leitaði af alveg eins kubbum og hann átti fyrir því ég var búin að lesa mér til um að þeir voru öruggastir og eru þeir upprunalegu kubbarnir. Við fundum þá í <a href='https://abcskolavorur.is/products/magna-tiles-seglakubbar-32-stk' target='_blank'>ABCskólavörum</a>. Þetta er ótrúlega sniðug gjöf, Hlynur amk nær að dunda sér ótrúlega mikið með kubbana og oft bætir hann við dýrum eða öðru dóti. Vil þó taka það fram að það þarf að skoða kubbana reglulega til þess að koma í veg fyrir að þeir brotni, ef það er komið smá brot í kubb þá verður að henda þeim kubbi til að koma í veg fyrir að þeir opnist og seglarnir fari úr. Þarf varla að taka fram ástæðuna en það er stórhættulegt ef að börn borða seglana. Þessir kubbar sem við keyptum uppfylla alla öryggisstaðla.

Hlynur fékk svo þessa lestarteina frá ömmu sinni og afa. Hann var ótrúlega sáttur með þessa gjöf og leikur hann sér með hana nánast á hverjum degi. Skemmtilegast er að það er svaka sport að fá að festa lestarteinana saman (er aldrei tvisvar eins) og svo líka að keyra lestina á teinunum. Stundum leyfum við honum að geyma lestarteinana í nokkra daga en stundum göngum við frá lestinni vegna þess að honum finnst ótrúlega gaman að byrja upp á nýtt. Þessi lest er úr <a href='https://www.ikea.is/products/575873' target='_blank'>Ikea</a> og það er alltaf hægt að bæta við hana.

Síðast en ekki síst er þetta bílastæða hús sem við gáfum honum í jólagjöf. Það fæst í <a href='https://petit.is/collections/vidarleikfong/products/vidar-bilahus' target='_blank'>Petit</a>. Við skoðuðum margar svona bílabrautir og enduðum á að kaupa þessa því ég er ótrúlega hrifin af fallegum viðarleikföngum. Það fylgja 4 bílar með, þyrla og svo er lyfta sem er færanleg upp og niður. Hlynur notar líka oft litlu venjulegu bílana sína í brautina. Þetta er bara brot af þeim leikföngum sem Hlynur Logi á en hann heldur mest upp á þessi núna. Þangað til næst, Gabriela Líf <3 Ef þið viljið fylgjast meira með mér þá er mitt Instagram <a href='www.instagram.com/gabrielalifsigurdar' target='_blank'>HÉR</a> Snapchat: gabrielalif90