Sat Mar 09 2019

2 ára afmæli Hlyns Loga

Gabriela Líf

Hlynur Logi varð 2 ára núna 20. desember síðastliðinn og við héldum að sjálfsögðu upp á það. Ég vildi hafa veisluna nána og bauð þessvegna ekki jafn mörgum eins og í fyrsta afmælið. Hlynur fékk eiginlega að ráða þemanu og varð hvolpasveitin fyrir valinu (...að sjálfsögðu). Ég vildi þó ekki hafa skreytingarnar alltof miklar og reyndi að halda þessu stílhreinu. Ég keypti servéttur, fánalengju í hvolpasveitarþema, var með "2 ára" blöðrur, eina stóra "2" blöðru og svo keypti ég stafina hans Hlyns og notaði sem skreytingar. Hlynur átti litla hvolpasveitarbíla sem ég notaði sem skreytingar á veisluborðinu og hann átti einn stóran Kappa bangsa sem ég notaði einnig. Ég fékk talsverða aðstoð, það er yfirleitt þannig að þegar við höldum veislur í okkar fjölskyldu þá hjálpast allir að sem er ómetanlegt. Ég ákvað að vera með eina afmælisköku, marengstertu, rice krispies stykki, brauð og pestó, kex og ostasalat og svo ávexti.

Ég vildi að sjálfsögðu hafa Hlyn Loga í fínum fötum og fór því snemma að leita af einhverju fyrir hann. Það er mjög erfitt að finna falleg strákaföt á Íslandi finnst mér og ég fann ekki neitt hér heima. Ég keypti því fötin í einu Ameríku stoppi, ég fékk skyrtuna og axlaböndin í H&M úti og buxurnar átti ég.

Svo kom að því að baka afmæliskökuna. Ég eins og svo margar aðrar mömmur skoðaði fullt af bloggum með allskyns afmælisveislum og fékk strax frekar mikla minnimáttarkennd því ég er ekki góður bakari né sú besta í föndri. Ég ákvað að ég myndi baka kökuna sjálf (frá grunni) þar sem ég missti mig ekki í skreytingunum og vildi hafa kökuna ótrúlega flotta. Ég fór því á pinterest og leitaði af smá inspiration fyrir kökuna. Ég fann að lokum frekar "einfalda" köku sem var eins og bein í laginu. Eina sem ég þurfti að gera var að baka 4 köku botna og gera hvítt smjörkrem. Daginn fyrir afmælið byrjaði ég að baka og þá fyrst hófst veislan.... Ég fann góða uppskrift á netinu og keypti allt í hana x4 og fékk Kitchenaid vélina hennar mömmu lánaða. Ætlaði sko að hafa þetta alvöru! Ég skelli í fyrsta botninn, ekkert mál og setti í kökuformið og inn í ofn. Ég kíki inn í ofninn eftir svona 5 mínútur og sé þá að kökuformið (sem ég hef nota bene oft notað áður) míglekur. Kakan fór öll á botninn á ofninum, sem var svo innilega gaman að þrífa upp. Ok ekkert mál, ekki panikka Gabriela... ég skellti í aðra köku og set í annað kökuform sem ég á... Saaama sagan, það míglak líka (HVERJAR VORU LÍKURNAR?) Á þessum tímapunkti er ég orðin frekar pirruð en ok ég held áfram. Skelli í næstu köku og set í annað form (sílíkonform) sem ég veit að mun ekki leka. Kakan fer inn í ofninn og ég er nokkuð vongóð um að þessi takist, kíki samt inn í ofn eftir smá stund og sé þá að kakan er búin að skilja sig... allt smjörið sem var í kökunni liggur efst á henni og ég hugsa bara: "HVAÐ Í FJANDANUM ER NÚNA AÐ??" Ég er orðin ótrúúlega reið og sár og hringi í mömmu og hún sagði mér að þetta gerist stundum og ekkert við því að gera. Þá hugsa ég "hvað er að? Ég get ekki einu sinni bakað eina helv**** köku fyrir strákinn minn". Ég hringi í Jón og segi að hann þurfi að kaupa hitt og þetta því ég þarf að byrja alveg upp á nýtt. Hann skilur ekki alveg panikkið og kemur svo heim og sér að ég er miður mín. Kannski aðeins of harkaleg viðbrögð við kökubakstri?? Jæja á endanum fer ég í Hagkaup með honum og við ákváðum (eftir að Jón sannfærir mig) að kaupa bara Betty Crocker botna, það finnur enginn muninn. Ég held þó fast í það að ég muni sko gera smjörkremið sjálf! Jón fer að spurja hvort við þurfum að gera svona marga botna? Getum við ekki gert öðruvísi köku... Öðruvísi köku?! Koommooon...

Ég opna pinterest í símanum í Hagkaup og sýni honum hvað þessi kaka er fáránlega einföld þó svo að ég geti ekki bakað hana. Hann sér þó aðra köku og spyr afhverju gerum við ekki bara svona? Bara tveir botnar í þessari. Ok jú þessi er flott... já gerum hana. Ég kaupi tvo kassa frá Betty vinkonu minni, kitkat og fuuullt af m&m. Ég geri tvo botna af Betty, ekkert mál (týpískt?) og set svo botnana inn í kæli og bý til kremið. Það tekst vel og kemur alveg eins út og ég vildi. Daginn eftir set ég kökuna saman, set krem á milli og þunnt lag af kremi utan um og ofan á kökuna. Set svo aðra umferð, vel af kremi og svo röðum við kitkat-inu í kring. Ég geri nákvæmlega eins og á myndinni, set Kögg bílinn ofan á og svo m&m yfir allt. Kakan heppnaðist síðan bara fáránlega vel, var mjög góð og ég fékk ótal athugasemdir um hana. Mission accomplished....

Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili. Allt heppnaðist ótrúlega vel í lokin og vorum við mjög ánægð með allt. Ég keypti hvolpasveitar skreytingarnar í Allt í köku, fékk stafina hans Hlyns í Söstrene Grene og keypti allar blöðrurnar úti en lét fylla í þær hér heima. Eitt að lokum.. mömmur, getum við hætt að setja óraunhæfar pressur á okkur með þessi barnaafmæli? Það man enginn eftir því hvernig skreytingarnar voru eða hvernig kakan smakkaðist eftir nokkur ár. Ef það að baka og skreyta er ekki þín hlið, gerðu þá bara eitthvað einfalt. Margar kaupa einfaldlega bara veitingarnar og skreytingar en það getur oft kostað hellings pening sem ekki allir eiga ekki (við amk vorum ekki tilbúin að eyða óþarfa miklum peningi í afmælisköku og skreytingar) Þangað til næst, Gabriela Líf <3 Ef þið viljið fylgjast meira með mér þá er mitt Instagram <a href='www.instagram.com/gabrielalifsigurdar' target='_blank'>HÉR</a> Snapchat: gabrielalif90