Tue Oct 16 2018

Þakklæti

Gabriela Líf

Ekki að það hafi farið framhjá neinum en þá er ég að vinna sem flugfreyja og er því í vaktavinnu. En það sem ekki allir vita er að við Jón erum bæði í vaktavinnu og ég fæ reglulega spurninguna: Hvernig gengur að vera bæði að vinna vaktir og með strákinn? Ég segi alltaf: Það gengur bara vel (því það gengur vel) en þetta er að sjálfsögðu smá púsluspil. Við erum nefnilega svo heppin að Hlynur Logi á tvö sett af ömmum og öfum sem eru svo óendanlega dugleg að aðstoð okkur. Það er sko alls ekki sjálfsagt að eiga fjölskyldu sem vill og hefur tök á að vera með barnið þegar báðir foreldrar eru að vinna. Það er í raun sama hvort það sé í miðri viku eða um helgi - þau eru alltaf tilbúin að vera með hann. Það sem meira er að Hlynur Logi elskar að vera hjá ömmu og afa, hann verður svo spenntur þegar við förum til þeirra og það er eitthvað sem er svo dýrmætt. Mig langaði bara að benda á að það þarf oft svo mikið bakland til að láta hlutina ganga upp. Eins og sagt er : “It takes a village”, það er einfaldlega bara þannig! Við myndum að minnsta kosti eiga mun erfiðara með að vinna bæði í þessum vinnum sem við elskum ef við værum ekki svona heppin. Ég segi heppin því það eru ekki allir sem eiga svona flott bakland. Þangað til næst, Gabriela Líf Ef þið viljið fylgjast meira með mér þá er mitt Instagram <a href='http://www.instagram.com/gabrielalifsigurdar' target='_blank'>HÉR</a> Snapchat: gabrielalif90