Sun Jul 22 2018

Ferðast innanlands

Gabriela Líf

Við Jón Andri og Hlynur Logi fórum í útilegu í byrjun "sumars" og við skoðuðum ótrúlega margt og tókum margar fallegar myndir. Ákvað að skella nokkrum myndum hér inn og deila því sem við gerðum.

Við fórum í <a href='https://www.facebook.com/slakki/' target='_blank'>Slakka</a> og það var ekkert smá gaman. Við byrjuðum á því að skoða dýrin og var Hlynur Logi smá smeikur fyrst en með tímanum varð hann betri, það var líka smá leiksvæði þarna og var fullt af bílum. Við enduðum á því að vera þarna í uþb 3 klst og var Hlynur á fullu að leika sér og skoða dýrin.

Við fórum svo í göngu og kíktum á Seljalandsfoss, ótrúlega fallegt og Hlyn fannst mjög gaman að leika sér í læknum við fossinn.

Við áttum yndislega ferð við mælum innilega með því að fara í svona ferð innanlands með fjölskyldunni, þarf ekki að fara langt eða vera lengi. Þangað til næst, Gabriela Líf <3 Ef þið viljið fylgjast meira með mér þá er mitt Instagram <a href='http://www.instagram.com/gabrielalifsigurdar' target='_blank'>HÉR</a> Snapchat: gabrielalif90