Wed Dec 07 2016

Hvatning fyrir ræktina

Gabriela Líf

Áður en ég varð ófrísk þá vissi ég fátt skemmtilegra en að hreyfa mig. Ég stundaði Crossfit af kappi í rúmt ár en þurfti svo að minnka við mig og að lokum hætta á meðgöngunni útaf grindargliðnun og samdráttum. Var ekki sátt þegar ég þurfti að hætta en það sem maður gerir ekki fyrir litlu krílin :) Ég æfði allt frá þrisvar til átta sinnum í viku, í lokin var ég farin að æfa tvisvar á dag og var að elska það! Ég fann hvað mér leið vel andlega og líkamlega við það að hreyfa mig og það hjálpaði mér að takast á við allt annað sem var í gangi í lífinu þetta árið. Það er svo margt sem getur hvatt mann áfram á æfingu og til þess að mæta á æfingu. Það sem skiptir þó <strong>mestu</strong> er að finna hreyfingu sem þér finnst skemmtileg. Ég veit ekki með ykkur en ef að það er kvöl og pína fyrir mig að mæta á æfingu þá mæti ég ekki og ég hætti. Fyrir mig var það Crossfit en það er svo margt í boði og ekki gefast upp ef þið finnið það ekki strax. Hér eru nokkrir hlutir sem mér finnst skipta máli og hjálpa mér til þess að mæta. <strong>1. Að hafa ræktarfélaga</strong> Það getur verið mjög gott að hafa einhvern með sér í ræktina, einhvern sem er að vinna að svipuðu markmiði og þú og þið getið þá hvatt hvort annað til þess að mæta. Þegar ég byrjaði í Crossfit þá var vinkona mín með mér og það hjálpaði mér heilan helling, seinna fór svo Jón Andri líka að mæta með og þá vorum við þrjú alltaf að hvetja hvort annað. Þannig að ef einn var að spá í að beila þá var það ekkert í boði ef hinir tveir voru í stuði.

<strong>2. Góð tónlist</strong> Fyrir mér er algert möst að hafa góða tónlist á æfingu, eitthvað sem mér finnst skemmtilegt og hvetur mig áfram. Það getur verið mismunandi eftir því hvernig hreyfingu þú ert að stunda. Ég t.d. hlusta ekki á sömu tónlist þegar ég er að hlaupa og þegar ég er að lyfta. Í Crossfit er reyndar oftast bara tónlist í gangi fyrir alla en ef það er ekki skemmtileg tónlist þá hefur það svo mikil áhrif á hversu peppaður maður er á æfingunni.

<strong>3. Ný ræktarföt</strong> Ég veit ekkert skemmtilegra en að kaupa mér ræktarföt. Að mæta á æfingu í nýju dressi er bara svo fáraánlega hvetjandi, ég veit eiginleg ekki afhverju en það virkar allavega mjög hvetjandi fyrir mig. Mér finnst eiginlega skemmtilegra að kaupa mér ræktarföt heldur en venjuleg föt, eða svona næstum.

<strong>4. Að hafa ræktarplan</strong> Mér finnst mjög gott að hafa ákveðið plan um hvað þú ætlar að gera á æfingunni. Mér finnst gott að hafa skipulag fyrir æfingar vikunnar og með því að hafa skipulagt ræktarplan ertu líklegri til að fylgja því. Ég veit ekki hversu oft ég hef mætt á æfingu og ætlað gera bara eitthvað og endað á því að gera lítið sem ekki neitt. Maður getur verið alltof góður við sjálfan sig. Það er einnig ótrúlega sniðugt að mæta í hópatíma þar sem búið er að skipuleggja æfinguna fyrir þig. Það sem mér finnst svo gott við Crossfit er að það er alltaf WOD dagsins (workout of the day) þar sem þjálfararnir ákveða æfingarnar og eru þær með mismunandi erfiðleikastigum svo allir geta fundið það sem þeir ráða við.

<strong>5. Skipulagning</strong> Það er mikilvægt að vera búinn að ákveða hvenær þú ætlar á æfingu og mér finnst best að gera það allavega daginn áður, hvort sem það er morguninn eftir, í hádeginu eða seinni partinn. Ef ég er ekki búin að ákveða mig hvenær ég ætla á æfingu þá er ég mun líklegri til þess að leggjast bara upp í sófa eftir vinnu og sleppa æfingunni. Einnig að hafa ræktarfélaga og vera búin að skuldbinda sig til að mæta með honum/henni á æfingu klukkan eitthvað ákveðið er mjög hvetjandi. Það er þannig í flestum líkamsræktarstöðvum að það þarf að skrá sig í tíma, þ.e.a.s. allavega í hópatíma og WOD dagsins í Crossfit.

Ég get ekki beðið eftir að mega byrja hreyfa mig aftur eftir meðgönguna, þá verður sko stefnan tekin beint í íþróttabúðirnar og keypt nýtt dress! Það er svo gríðarlega mikilvægt að gefa sér tíma til þess að fara og hreyfa sig, þó það sé ekki nema bara smá tími, þarf ekkert að vera lengra en hálftími en bara mikilvægt fyrir líkama og sál að fá smá hreyfingu. Æfingarnar í Crossfit eru oftast um ein klukkustund, byrjar á upphitun með þjálfara, svo er stundum smá tími í lyftingar og svo WOD dagsins sem er yfirleitt aldrei lengri en hálftími. Ég geri mér þó grein fyrir að ég muni þurfa að breyta aðeins skipulaginu þegar Jónsson kemur í heiminn, þá verður nú ekki jafn auðvelt að skreppa bara á æfingu með 20 mínútna fyrirvara en þar kemur skipulagið inn í :) Þar sem að desember er genginn í garð og geðveikin sem honum fylgir þá getur verið gott að komast aðeins á æfingu, út að hreyfa sig, fá frískt loft og eiga smá stund með sjálfum sér. Það eru margir í jólaprófum og ég þekki það sjálf að hreyfing og matarræði sitja yfirleitt á hakanum þegar prófin eru í gangi. En það getur gert svo mikið fyrir mann að komast aðeins og hreyfa sig, það minnkar stressið og lætur manni líða vel.

Ég ætla ekki að hafa það neitt lengra en ég vona að þetta hvetji einhvern til þess að mæta á æfingu :) Ef þið viljið fylgjast betur með mér þá er instagramið mitt <a href='http://www.instagram.com/gabrielalif90' target='_blank'>HÉR</a> Snapchat: gabrielalif90 Þangað til næst, - Gabriela Líf <3