Mon Nov 28 2016

"Það tekur pör mislangan tíma að eignast barn"

Gabriela Líf

Mig hefur alltaf langað í börn, svo lengi sem ég man eftir mér og þegar við Jón Andri tókum ákvörðun um að byrja að reyna að eignast barn var það mjög stór ákvörðun. Við vorum búin að ákveða að við ætluðum bæði að vera búin með námið áður en við myndum byrja. Af einhverri ástæðu hafði mig þó alltaf grunað að það myndi taka mig lengri tíma en flesta að verða ófrísk, ég veit ekki alveg afhverju en ég hafði það bara á tilfinningunni. Þegar við vorum búin að taka þessa ákvörðun og ræða þetta fram og tilbaka þá fór ég til kvensjúkdómalæknisins míns í svona reglulega skoðun bara til að athuga hvort það væri ekki allt í lagi og við fengum svo grænt ljós frá henni. Við ákváðum að vera ekkert að stressa okkur á þessu og leyfa því bara að gerast á sínum hraða. Ég hinsvegar var mun stressaðari yfir þessu öllu saman en Jón, hann hafði alltaf trú á því að þetta myndi gerast þegar þetta ætti að gerast. Mánuðirnir liðu og alltaf kom neikvætt óléttupróf sem olli alltaf jafn miklum vonbrigðum. Það sem kom mér þó mest á óvart var hvað maður getur orðið ímyndunarveikur á þessum tíma, ég fór að finna fyrir allskonar “einkennum” og þurfti ekki mikið til að sannfæra mig um að ég væri ófrísk. Þetta ýtti þó aðeins undir vonbrigðin þegar enn einn mánuðurinn leið og ekkert tókst.

Ég las mig til um þetta ferli og var mjög vel undirbúin, kannski aðeins of. Ég fann þó ekki mikið um þetta á íslenskum síðum svo þessar erlendu urðu að duga. Inni á þeim öllum var alltaf sami rauði þráðurinn, ef ár líður og ekkert gerist þá þarf að leita sér aðstoðar. Ég var því alltaf með ákveðna dagsetningu í huga, þegar ár væri liðið, og kveið ég þessum degi gríðarlega. Viti menn tíminn leið og árið var liðið og ekkert hafði gerst. Á þessum tímapunkti var ég orðin að kvíða rúst og mjög viðkvæm um þetta málefni. Ég hafði samband við sálfræðing sem sérhæfði sig í að ræða við pör sem áttu í vandræðum með barneignir og fékk tíma stuttu seinna. Þar sem ég hafði sjálf verið í meðferð hjá sálfræðingi við þunglyndi og kvíða fannst mér þetta mjög rökrétt næsta skref, Jón Andri var þó ekki alveg jafn sannfærður en kom þó með. Það hjálpaði gríðarlega að tala við sálfræðinginn, hún útskýrði fyrir okkur hver næstu mögulegu skref væru, þ.e. að byrja hormónameðferð til að auka eggframleiðslu, tæknisæðing og glasafrjóvgun. Einnig benti hún okkur (þó aðallega mér) á að það að reyna í ár er einungis viðmið og ekki ber að taka það of alvarlega. Hún ræddi einnig við okkur um hvernig við gætum verið til staðar fyrir hvort annað á þessum tíma og mikilvægi þess að sýna hvort öðru stuðning. Við höfðum því margt að skoða og ræða eftir þessa heimsókn en vorum þó bæði rólegri eftir hana. Við ákváðum þó að reyna aðeins lengur sjálf áður en við leituðum okkur aðstoðar. Ég hafði svo samband við Art Medica (núna þekkt sem IVF klíníkin) þegar nokkrir mánuðir voru liðnir og fékk tíma hjá lækni þar. Ég fór fljótlega og hitti hann og útskýrði hver staðan væri. Hann var þó ekki alveg á því að greina ófrjósemi hjá okkur þar sem öll próf bentu til þess að allt væri í lagi. Hann sagði þó að mjög stór prósenta para á Íslandi glími við óútskýrða ófrjósemi og að það að vera búin að reyna í rúmt ár væri ekki endilega merki um að eitthvað væri að, það tekur einfaldlega pör mislangan tíma að verða ófrísk. Hann sá þó og heyrði á okkur að við vorum alveg tilbúin til þess að þetta myndi gerast strax og eftir skoðun þá skrifaði hann upp á hormónalyf sem ég átti að taka einu sinni á dag í fimm daga fyrir egglos. Þetta var vægasti skammturinn og ætluðum við að byrja á að prufa hann.

Ég viðurkenni að ég var mjög spennt og batt miklar vonir við að þetta myndi virka en þó var alltaf neikvæðnis rödd sem sagði mér að við værum búin að reyna í meira en ár og aldrei hefði það tekist og hversvegna ætti það þá að gera það núna? Nokkrum dögum áður en ég átti að byrja á blæðingum fann ég fyrir ógleði og mikilli þreytu, en á þessum tímapunkti var ég með þá reglu að ef ég fann fyrir einhversskonar óléttu einkennum, ímynduðum eða ekki, þá tók ég óléttupróf. Ég gerði það til að róa mig og svo ég myndi ekki fara á fullt í að ímynda mér “hvað ef?”. Ég tek prófið og er ekkert að stressa mig á því, því ég veit það verður neikvætt eins og öll hin. Þrjár mínútur líða og ég kíki. Smá panikk! Það er ein alveg sterk lína en önnur frekar dauf en ég tel mig samt sem áður sjá tvær línur. Ég sest á klósettið og stari á prófið í einhvern tíma. Jón tekur eftir því að ég er búin að vera frekar lengi að þessu og svo heyrir hann mig öskra á sig. Hann kemur og ég spyr hann hvort hann sjái eina eða tvær línur. Hann lítur á prófið og segir: “Það eru tvær línur, ein er dauf en þær eru tvær”. Ég varð gjörsamlega orðlaus og byrja bókstaflega að ofanda. Hann spyr í sakleysi sínu: “hvað þýðir það?” og ég næ einhvern veginn að koma því útúr mér að það þýði að við séum ófrísk!

Fyrir þá sem þekkja Jón Andra vita að hann er mjög jarðbundinn og róleg týpa, á meðan að ég á það til að fríka út mjög auðveldlega. Sem ég geri, ég fer að ofanda, labba fram og tilbaka um gólfið heima og endurtek upphátt svona milljón sinnum að ég sé ólétt. Ég enda á að þurfa að fara út á svalir til að fá mér frískt loft. Þegar ég er búin að róa mig aðeins þá tölum við um að ég taki annað próf í fyrramálið til þess að athuga og að ég panti svo tíma hjá lækninum. Ég reyni eins og ég get að ofhugsa þetta ekki og á einhver óskiljanlegan hátt næ ég að sofna. Ég sef þó með óléttuprófið í hendinni alla nóttina, ég hef ekki hugmynd um afhverju og eins ógeðslega og það hljómar þá gerði ég það. Ég vakna eldsnemma daginn eftir með látum, hleyp fram á klósett og tek annað próf. Viti menn það er líka jákvætt og meira að segja sterkari lína en kvöldið áður. Ég hleyp inn í herbergi og vek Jón skælbrosandi með tárin í augunum.

Ég viðurkenni fúslega að ég missti mig aðeins í óléttuprófunum eeen.... ...Ég býð þar til IVF klíníkin opnar og hringi á slaginu. Ég heimta að fá tíma sem allra fyrst en konan segir þó að það sé fullsnemmt en með þrjóskunni í mér fæ ég tíma þegar ég á að vera komin 5 vikur á leið. Við förum í tímann og ég er að reyna eins og ég get að vera ekki of vongóð. Læknirinn tekur á móti okkur og við segjum honum fréttirnar, hann óskar okkur til hamingju og virðist vera mjög ánægður með að þetta hafi tekist svona fljótt. Í skoðuninni kemur í ljós að það er lítill fósturvísir búinn að myndast og hann segir að þetta sé allt á réttri leið en er þó enn mjög snemmt. Hann vill bóka okkur aftur í snemmsónar þegar ég er komin 8 vikur til að athuga hvort allt hafi nú ekki haldist.

Þessar þrjár vikur eru ansi lengi að líða fyrir minn smekk en það kemur loksins að því og við förum til hans. Í skoðuninni kemur í ljós að það hefur allt gengið vel og við sjáum meira að segja smá hreyfingar. Við þessa skoðun varð allt mjög raunverulegt fyrir okkur. Við vorum búin að passa okkur svakalega að verða ekki of vongóð. Það sem kom líka mjög mikið á óvart var að sama hversu vel undirbúin ég var fyrir þetta, hversu lengi ég var búin að þrá þetta og hversu tilbúin ég taldi mig vera þá var þetta samt sjokk. Þetta kom svo á óvart og ég þurfti alveg tíma til að átta mig á þessu. Að ég væri í raun og veru að fara að verða mamma, að við ættum von á barni og að við værum að fara að verða foreldrar. Ég var frekar lengi að átta mig á að þetta væri í raun og veru að fara að gerast og ég þorði ekki að trúa þessu alveg 100% fyrr en eftir 12 vikna sónarinn.

Í dag er ég komin 38 vikur og meðgangan er búin að ganga ágætlega. Dagarnir skiptast samt upp, suma daga er ég hæstánægð, ótrúlega spennt og get ekki beðið eftir að fá litla strákinn minn. Á meðan næsta dag er ég kvíðin, efins og vill hafa hann inni eins lengi og ég get. Suma daga er maður spenntur eina mínútuna og kvíðin næstu. Hormónarnir spila mjög líklegast eitthvað þar inn í en þetta er bara svo stórt hlutverk að ég held það sé eðlilegt að vera óviss um hvað muni gerast í framtíðinni. Ég þakka fyrir á hverjum einasta degi að þetta tók ekki lengri tíma en þetta, að þetta hafi tekist hjá okkur í fyrstu tilraun með hjálp hormónalyfja og að við hefðum ekki þurft að leita frekari aðstoðar. Þetta ferli hefur sýnt mér að það er sko alls ekkert sjálfsagt að verða ófrískur og að það sé nauðsynlegt að vekja athygli á því. Ég lýt svo á að það séu forréttindi að hafa náð að verða ófrísk og þó svo að mér líði ekkert alltof vel suma daga þá er ég samt sem áður alltaf þakklát. Þetta var mín upplifun á þessu magnaða ferli, næsta getur verið allt öðruvísi og manneskja sem fer í gegnum nákvæmlega það sama getur upplifað það á allt annan hátt en ég. Það er mikilvægt að bera virðingu fyrir upplifun hvers og eins því við erum öll svo ólík. Næst ætla ég þó að vera opnari með þetta, því það að fela þetta fyrir öllum og gráta svo í einrúmi ef maður fær spurningar eða athugasemdir var einfaldlega alls ekki að ganga fyrir mig. Þetta er einkamál hvers og eins og ég vil benda fólki á að þegar það spyr eða kemur með athugasemd um hvort einhver sé ekki byrjaður að reyna þá ertu einfaldlega að spyrja fólk út í kynlífið þeirra og mér finnst það ekkert koma neinum við. Þú veist aldrei hvað hver er að upplifa og ganga í gegnum svo það er skynsamlegast að halda þessum spurningum og athugasemdum fyrir þig. Ef viðkomandi er að reyna og vill segja frá því þá væri hann líklegast búin að því.

Ég vona að þessi lesning hjálpi einhverjum sem er í sömu stöðu og við vorum í. En ef þið viljið fylgjast betur með mér þá er instagramið mitt <a href='http://www.instagram.com/gabrielalif90' target='_blank'>HÉR</a> Snapchat: gabrielalif90 Þangað til næst - Gabriela <3
Tyron Snel

Fri Sep 13 2019 01:26:20 GMT+0000 (GMT)

Þökk sé Dr.Kumola fyrir að hjálpa mér að fá konuna mína aftur, konan mín byrjaði að starfa mjög skrýtið, allt það litla sem hún reiðist og hún sagði mér að hún vildi flytja. Hún flutti loksins út og hlutirnir urðu erfiðir fyrir mig get ég ekki logið. Ég veit ekki hvað ég á að gera fyrr en ég sá auglýsingu Dr.Kumola og hvernig hann hjálpaði fólki. Ég hafði samband við tölvupóstinn hans (Dr.Kumola_lovespell@outlook.com) og sagði honum allt. Hann fullvissaði mig um að ég fengi hana aftur eftir stafsetningu. Ég gerði allt sem spámaðurinn sagði mér. Konan mín kom heim 2 dögum seinna, hún sagðist ekki vita hvað kom yfir hana, við erum komin saman aftur Þökk sé Dr.Kumola fyrir að koma konunni minni aftur. Hafðu samband við tölvupóstinn hans (Dr.Kumola_lovespell@outlook.com), hann er frábær stafsetningarstjóri.