Fri Nov 03 2017

Innlit

Gabriela Líf

Ég hef gríðarlega mikinn áhuga á öllu tengdu heimilinu og ég elska að skoða Pinterest og Instagram fyrir innblástur. Ég ákvað að taka viðtöl við eina vinkonu mína sem á gullfallegt heimili og er ótrúlega dugleg að breyta og bæta :) <strong>Getur sagt mér aðeins frá þér ?</strong> Ég heiti Guðbjörg Ester Einarsdóttir og er 27 ára Selfyssingur. Ég er nýflutt inn í nýja húsið mitt á Selfossi og bý þar ásamt unnustanum mínum Árna Felix Gíslasyni og hvolpinum Mola. Ég er menntaður lögreglumaður og starfa hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Ég hef mjög mikinn áhuga á innanhúshönnun og hef verið dugleg að taka fallegar myndir af heimilinu mínu og deila þeim á instagram síðunni minni.

<strong>Hvaðan færðu innblásturinn þinn?</strong> Ég nota Instagram mjög mikið til að leita mér innblásturs en síðan er Pinterest líka í mjög miklu uppáhaldi hjá mér. Ég elska samt mest að setjast niður með nýjasta Hús og Híbýli eða Bo Bedre og skoða falleg heimili og nýjustu staumana. <strong>Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum?</strong> Ég laðast mjög mikið að stílhreinum og tímalausum stíl. Hvítur og svartur eru mjög ríkjandi litir á mínu heimili með gráum tónum og grænum plöntum.

<strong>Hverjar eru uppáhalds verslanirnar þínar?</strong> Ég gæti nefnt endalaust af verslunum sem ég elska, en í mestu uppáhaldi eru Epal, Søstrene grene, IKEA, Dimm verslun og Snúran. <strong>Einhver ráð handa fólki sem er að byrja að búa?</strong> Það sem ég lærði mest á að flytja í nýtt húsnæði var að kaupa ekki of mikið af nýjum hlutum áður en ég flutti inn. Við vorum með alls konar hugmyndir um hvernig við vildum hafa hjá okkur, en þegar við vorum flutt inn þá vildum við eitthvað allt annað, í allt öðrum stíl. Svo er líka nauðsynlegt að koma sér fyrir hægt og rólega, og plana hvert rými fyrir sig. Það tekur tíma að koma sér fyrir og það er það skemmtilega við það að eignast heimili því þú hefur alltaf eitthvað verkefni fyrir höndum.

<strong>Áttu þér eitthvað uppáhalds herbergi/svæði í íbúðinni?</strong> Aðalrýmið er í algjöru uppáhaldi hjá mér. Við erum líka búin að eyða mestum tíma í að græja það og erum virkilega ánægð með útkomuna. Annars er svefnherbergið líka í uppáhaldi en ég tók það í gegn fyrir stuttu. <strong>Hver er uppáhalds hluturinn þinn á heimilinu?</strong> Það mun vera eldhúsljósið mitt frá Louis Poulsen sem ég keypti í Epal. Mig hefur lengi dreymt um að eignast þetta ljós og ég ákvað því að gefa sjálfri mér það í innflutningsgjöf í vor.

Hægt er að fylgjast með Instagram hjá Guðbjörgu <a href='https://www.instagram.com/gudbjorgeinarsd/' target='_blank'>HÉR</a> Þangað til næst, Gabriela Líf <3 Ef þið viljið fylgjast betur með mér þá er Instagramið mitt <a href='https://www.instagram.com/gabrielalif90/' target='_blank'>HÉR</a> Snapchat: gabrielalif90