Sat Sep 22 2018

Gæsun Guðrúnar Birnu

Gabriela Líf

Ég fékk að vera hluti af hópnum sem gæsaði hana Guðrúnu Birnu en við ákváðum að koma henni á óvart og gerðum það í ágúst síðastliðinn áður en hún færi út til Barcelona. Ég átti ekki heiðurinn af skipulaginu þennan dag en það var elskulega mágkona Guðrúnar Birnu. Hún sá um allt frá A-Ö og hélt utan um allt fyrir daginn. Dagurinn byrjaði á því að við hittumst allar og fórum saman heim til Guðrúnar Birnu og komum henni á óvart. Við vorum allar með fáránlega flottar derhúfur sem voru pantaðar af netinu og Guðrún Birna fékk sér húfu. Við vorum með helling af bakarísmat og góðgæti og byrjuðum í rólegheitum í smá brunch. Á meðan allir fengu sér orku fyrir daginn þá gerði Guðrún Birna sig til og tók til dót fyrir daginn. Hún fékk borða, barmmerki og sokkaband sem hún var með allan daginn. Við vorum ekkert að klæða hana í einhvern svaka búning þar sem hún er svo mikil skvísa :)

Við fórum þaðan svo á nokkrum bílum beint niður í miðbæ, gáfum okkur rúman tíma því það var GayPride og stoppuðum fyrst í Kramhúsinu. Fórum þar í Beyoncé dansa sem var ótrúlega skemmtilegt og við vorum eins og ég veit ekki hvað. Þetta var allt tekið upp á myndband (sem ég vil helst alls ekki sjá haha) Þetta var sko mun erfiðara en við héldum og vorum allar orðnar frekar sveittar, lærðum flottan dans og erum enn að æfa hann stíft, er það ekki annars stelpur? Eftir mjög skemmtilegan tíma í Kramhúsinu þá fórum við á grasblett hjá Kvennó og vorum þar með leiki. Skiptum okkur í tvö lið og það var keppni milli liða. Við vorum með fjórar keppnir, sú fyrsta var að hlaupa smá vegalengd og hlaupa í kringum einn bjór, þamba bjórinn og hlaupa aftur í hring og svo til baka (vona að þetta skiljist). Næsta keppni var keppni sem ég rústaði! Við áttum að standa í kóngulóa stöðu, settum oreo á nefið og áttum að koma því upp í okkur og borða það án þess að nota hendur eða fætur. Þetta tók mig ca 5 sek þar sem ég geri margt fyrir eitt stk oreo kex :) Næsta var penna keppni, við settum band um mjaðmirnar sem var með penna á endanum og áttum svo að vera í hnébeygjustöðu fyrir ofan flösku. Sá sem var fyrst að setja pennan í flöskuna vann. Seinasti liðurinn var stutt pub quiz um ýmislegt tengt brúðarhjónunum og almennar spurningar. Við rétt náðum svo endanum á Gay Pride göngunni og fengum að sjá Palla sem er alltaf jafn flottur.

Eftir þetta fórum við svo í stúdíó sem er staðsett á Langholtsveginum þar sem Guðrún Birna söng lag með texta um hana og brúðgumann (við hittum þá einmitt þar og tók hann sama lagið með aðeins öðruvísi texta um hana). Hún tók svo einnig klassískt Britney Spears lag og við stelpurnar sungum bakraddirnar. Eftir stúdíóið var ferðinni heitið í Grafarvogslaug þar sem við fórum allar í heitu pottana og náðum aðeins að slaka á. Stoppuðum stutt að vísu en við gerðum okkur svo allar til eftir sundið og fórum svo til mágkonu Guðrúnar Birnu þar sem hún var búin að skreyta allt og gera ótrúlega fínt. Við fórum svo upp þar sem hún var með bar aðstöðu og fékk hún mann sem kom og gerði kokteila fyrir okkur og eftir það fengum okkur ótrúlega góðan mat. Eftir það tók við partý og kom hún okkur öllum skemmtilega á óvart þegar allt í einu mættu tveir trúbadorar sem tóku nokkur lög og keyrðu upp stemninguna hjá okkur. Hægt er að skoða síðuna þeirra <a href='https://www.facebook.com/tjornesmusic/' target='_blank'>hér</a>. Þeir fá 100% meðmæli frá okkur og vorum þeir bæði sjúklega góðir og náðu sko alveg að keyra stemninguna upp.

Vil þakka Guðrúnu Birnu og öllum sem komu fyrir ótrúlega skemmtilegan dag og kvöld og sérstaklega mágkonu hennar sem skipulagði allt og hélt um þetta fyrir okkur. Þetta var svo skemmtilegur dagur og frábært að geta eytt deginum saman áður en Guðrún Birna og Óli fóru svo út til Barcelona. Þangað til næst, Gabriela Líf <3 Ef þið viljið fylgjast meira með mér þá er mitt Instagram <a href='http://www.instagram.com/gabrielalifsigurdar' target='_blank'>HÉR</a> Snapchat: gabrielalif90