Wed Aug 08 2018

Að elska líkamann sinn, það er auðveldara sagt en gert

Gabriela Líf

Það er svo auðvelt að skrifa og tala um það að samþykkja líkamann sinn eins og hann er. Í dag er mikil umræða um “self-love” og að elska sjálfan sig nákvæmlega eins og maður er og ég fagna þeirri umræðu. Að vera ánægð með þann líkama sem við eigum og hætta að tala niður til okkar því maður lítur ekki fullkomlega út, er eitthvað sem við þurfum öll að temja okkur. Ég er ein af þeim sem er alltaf ótrúlega fljóta að hrósa öðrum og ég reyni eins og ég get að vera ánægð með líkamann minn og suma daga elska ég hann en suma daga þá elska ég hann ekki, stundum elska ég hann jafnvel bara smá part úr deginum en ekki restina af deginum. Ég er að sjálfsögðu ótrúlega ánægð með að umræðan sé orðin svona opin um líkamsímynd en það má samt alveg líka tala um að það er allt í lagi að vera ekki fullkomlega ánægður með líkamann sinn, alltaf. Ég gæti eflaust talið upp ótal hluti sem ég er ekki nógu ánægð með varðandi líkamann minn en ég get líka talið upp hluti sem ég elska. Ég held að umræðan þurfi að snúast um það að það er allt í lagi að vera ekki fullkomlega ánægður með hvernig maður lítur út alla daga alltaf EN hinsvegar þurfum við að hætta að tala niðrandi til okkar, hætta að fókusa endalaust á það sem við þolum ekki og viljum breyta. Alveg eins og það er ekki hægt að vera fullkomlega hamingjusamur alltaf þá er ekki hægt að vera fullkomlega ánægður með líkamann sinn alltaf. Ég held að við þurfum að æfa okkur í að tala vel til okkar, minna okkur á það sem við elskum við okkur sjálf og hjálpa hvor annari að sjá það fallega við hvor aðra. Við megum elska líkamann okkar eins og hann er, við megum vera óánægðar með líkamann stundum, við megum jafnvel líða stundum illa yfir því að við séum ekki á þeim stað sem við viljum akkúrat núna en það sem við megum hinsvegar ekki er að rakka okkur niður og einblína bara á allt það neikvæða! Það er allt í lagi að vera stundum óánægður með sjálfan sig, það er í lagi að leyfa sér stundum að líða illa en svo lengi sem við festumst ekki í þeim hugsunarhætti! Við erum öll fullkomlega ófullkomin og það er allt í lagi...

Þangað til næst, Gabriela Líf <3 Ef þið viljið fylgjast meira með mér þá er mitt Instagram <a href='http://www.instagram.com/gabrielalifsigurdar' target='_blank'>HÉR</a> Snapchat: gabrielalif90