2 ára afmæli Hlyns Loga

Hlynur Logi varð 2 ára núna 20. desember síðastliðinn og við héldum að sjálfsögðu upp á það. Ég vildi hafa veisluna nána og bauð þessvegna ekki jafn mörgum eins og í fyrsta afmælið. Hlynur fékk eiginlega að ráða þemanu og varð hvolpasveitin fyrir valinu (...að sjálfsögðu). Ég vildi þó ekki hafa skreytingarnar alltof miklar og reyndi að halda þessu stílhreinu. Ég keypti servéttur, fánalengju í hvolpasveitarþema, var með "2 ára" blöðrur, eina stóra "2" blöðru og svo keypti ég stafina hans Hlyns og notaði sem skreytingar. Hlynur átti litla hvolpasveitarbíla sem...

Uppáhalds leikföngin

Við fengum ótrúlega mikið af dóti fyrir Hlyn Loga eftir desember, þar sem Hlynur á jú afmæli í lok desember og svo eru jólin. Ég útbjó lista þar sem ég fann allt mögulegt sem mér datt í hug að væri sniðugt fyrir hann að leika sér með. Við fengum ótrúlega mikið af dóti og langaði mér að deila með ykkur því sem er í uppáhaldi núna....

Ráð fyrir hlaupabólu

Jæja það kom að því að Hlynur Logi fékk hlaupabóluna, fengum að vita að það hafi barn verið með hana á leikskólanum fyrir 2 vikum svo við vorum búin að vera dugleg að fylgjast vel með honum. Hann byrjaði á að fá tvær bólur en svo daginn eftir þegar við vöknuðum voru þær búnar að margfaldast. Við fórum með hann til læknis til þess að staðfesta þetta og fengum ráð frá henni. <em>“Hlaupabóla er mjög smitandi sjúkdómur, sem er algengur hjá börnum. Sjúkdómurinn lýsir sér með bólum eða blettum á húð sem verða að nokkurs konar blöðrum og síðar sárum. Mikill kláði get...

Þakklæti

Ekki að það hafi farið framhjá neinum en þá er ég að vinna sem flugfreyja og er því í vaktavinnu. En það sem ekki allir vita er að við Jón erum bæði í vaktavinnu og ég fæ reglulega spurninguna: Hvernig gengur að vera bæði að vinna vaktir og með strákinn? Ég segi alltaf: Það gengur bara vel (því það gengur vel) en þetta er að sjálfsögðu smá púsluspil. Við erum nefnilega svo heppin að Hlynur Logi á tvö sett af ömmum og öfum sem eru svo óendanlega dugleg að aðstoð okkur. Það er sko alls ekki sjálfsagt að eiga fjölskyldu sem vill og hefur tök á að vera með barnið ...

Gæsun Guðrúnar Birnu

Ég fékk að vera hluti af hópnum sem gæsaði hana Guðrúnu Birnu en við ákváðum að koma henni á óvart og gerðum það í ágúst síðastliðinn áður en hún færi út til Barcelona. Ég átti ekki heiðurinn af skipulaginu þennan dag en það var elskulega mágkona Guðrúnar Birnu. Hún sá um allt frá A-Ö og hélt utan um allt fyrir daginn. Dagurinn byrjaði á því að við hittumst allar og fórum saman heim til Guðrúnar Birnu og komum henni á óvart. Við vorum allar með fáránlega flottar derhúfur sem voru pantaðar af netinu og Guðrún Birna fékk sér húfu. Við vorum með helling af bakarísm...

Að elska líkamann sinn, það er auðveldara sagt en gert

Það er svo auðvelt að skrifa og tala um það að samþykkja líkamann sinn eins og hann er. Í dag er mikil umræða um “self-love” og að elska sjálfan sig nákvæmlega eins og maður er og ég fagna þeirri umræðu. Að vera ánægð með þann líkama sem við eigum og hætta að tala niður til okkar því maður lítur ekki fullkomlega út, er eitthvað sem við þurfum öll að temja okkur. Ég er ein af þeim sem er alltaf ótrúlega fljóta að hrósa öðrum og ég reyni eins og ég get að vera ánægð með líkamann minn og suma daga elska ég hann en suma daga þá elska ég hann ekki, stundum elska ég ha...

Útilega með barn

Við Jón Andri vorum í fríi saman í maí og ákváðum að fara í smá útilegu með Hlyn Loga. Við fórum á tjaldsvæði sem við fórum á þegar ég var ólétt og það er fullkomið, það var enginn þarna og það var smá "sandkassi" fyrir Hlyn Loga og hestar hinum megin við svæðið. Það var hinsvegar eins og við værum að flytja þegar við fórum, við tókum mjög mikið með okkur og vorum með fullan bíl. ...

Ferðast innanlands

Við Jón Andri og Hlynur Logi fórum í útilegu í byrjun "sumars" og við skoðuðum ótrúlega margt og tókum margar fallegar myndir. Ákvað að skella nokkrum myndum hér inn og deila því sem við gerðum....