Hvernig get ég stækkað rassinn?

Eins og margar aðrar stelpur þá setti ég mér markmið að byggja upp stærri og stæltari rass. Það getur tekið hellings tíma að byggja hann upp og ná að stækka hann og krefst það mikillar þolinmæði. Þrátt fyrir að það sé mikil þolinmæðisvinna þá er það svo sannarlega hægt! Það eru nokkur atriði sem skipta miklu máli þegar verið er að byggja upp stærri rass og það eru <strong>þungar</strong> æfingar með lóðum, stöngum og ketilbjöllum, léttari pump æfingar og svo er það mikilvægasta að <strong>borða nóg yfir daginn</strong>! ...

Upp á svið með sjö spor á hausnum

Nú er að líða að Íslandsmeistaramótinu í fitness og fannst mér því mjög viðeigandi að koma með nokkur ráð sem er gott að hafa í huga þegar maður er að fara að keppa. Sjálf hef ég keppt tvisvar á bikarmótinu í fitness, árið 2016 og 2017 og einu sinni á Íslandsmeistaramótinu árið 2018. ...

Fæðubótarefnin mín

Fæðubótarefni eru matvæli eða efni sem eru hugsuð sem viðbót við venjulega fæðu. Þau eru ekki nauðsynleg til að ná árangri og þau eiga ekki að koma í stað hollrar fæðu. Þó þau séu ekki nauðsynleg þá hjálpa þau okkur að fá nægt magn af ákveðnum næringarefnum. Fæðubótarefni geta verið alls konar, þau geta verið í töflu-, duft og hylkjaformi en þau geta einnig verið í formi matvæla eins og til dæmis próteinbarir. Eins og margir vita þá er <a href='https://perform.is/'_blank'>Perform</a> styrktaraðilinn minn og versla ég öll mín fæðubótarefni hjá þeim. Ég ætla a...

Elska að byrja daginn minn á að svitna

Þegar ég byrjaði í mínum fyrsta niðurskurði 2016 þurfti ég að venjast því að vakna um fimm á morgnanna og fara í morgunbrennslu. Eftir nokkur skipti vandist þetta og fór mér að líka mjög vel við að byrja daginn á smá æfingu. Eins og sumir vita þá er ég bakveik eftir bílslys 2014 og fæ oft mjög mikla bakverki. Ég þarf því að hugsa vel um bakið á mér og passa upp á að ég sitji ekki of lengi eða standi. Í þessum niðurskurði fann ég hvað það gerði mikið fyrir mig að vakna aðeins fyrr á morgnanna og taka þessa morgunbrennslu og byrjaði ég að finna minna fyrir bakve...

Ekki átak heldur heilbrigður lífsstíll!

Ég hef lært ýmislegt í keppnisundirbúningi mínum síðustu árin og þá sérstaklega varðandi mataræði og hreyfingu. Ég lærði það að ég var að borða alltof stóra skammta og of mikinn mat á hverjum degi. Einnig lærði ég á það hversu margar hitaeiningar ég ætti að miða við á hefðbundnum degi og hvernig ég ætti að skipta upp macros (kolvetni/fita/prótein). Vanalega miða ég við að borða á tveggja tíma fresti yfir daginn og eru það yfirleitt léttar máltíðir. Það hentar mér ekki að taka einhverja kúra eða eitthvað ákveðið mataræði eins og LKL, ketó o.s.frv. þó það geti he...

Að skipuleggja hinn fullkomna dag

Á valentínusardegi árið 2010 byrjuðum ég og Hörður Þór saman. Ég var þá að verða 17 ára gömul (fædd árið 1993) en hann var þá 18 ára (fæddur 1991). Valentínusardagurinn árið 2017 var stór dagur en þá fór Hörður niður á hnéin og bað mig um að giftast sér eftir 7 ára samband. Auðvitað sagði ég já, enda hafði ég beðið eftir þessari spurningu í smá tíma og vissi alveg hvað ég myndi segja. Við ákváðum strax að við myndum gifta okkur ári seinna og vorum fljót að ákveða dagsetninguna 18.08.18 þar sem hún hentaði vel fyrir okkur. ...

Próteinpönnukaka Ásu

Ég elska að búa mér til próteinpönnuköku í morgunmat þegar ég hef tíma. Ég hef yfirleitt minni tíma á virkum dögum þannig pönnukakan eru yfirleitt elduð um helgar, áður en ég fer á æfingar. Mér finnst best að borða hana um klukkutíma áður en ég fer á lyftingaræfingu, ef ég fer í spinning eða cardio æfingu þá finnst mér betra að borða hana eftir æfingu þar sem ég verð vel södd af henni. Það sem þú þarft í hana er: <ul><li>30 gr. hafrar</li><li>1 egg</li><li>1 skeið whey prótein, ég mæli með súkkulaði próteininu frá ON sem fæst í Perform</li><li>30 ml möndlumjól...

Að keppa í fitness

Þeir sem þekktu mig á mínum unglingsárum vita að ég er var mjög feimin og hlédræg þegar ég var yngri. Það kom því mörgum á óvart þegar ég tilkynnti það árið 2016 að ég ætlaði að keppa á mínu fyrsta móti í módel fitness nóvember sama ár. Þetta var risa stórt skref út fyrir þægindarammann en þetta var eitthvað sem mig hafði dreymt um í mörg ár. Aðeins tveimur árum áður steig ég fyrst af hlaupabrettinu og byrjaði að prófa mig áfram að lyfta lóðum, enda hélt ég þá að ég yrði karlmannsleg við það eitt að taka upp lóðið. Ég hafði samband við Konráð Val Gíslason hjá ...