Að gefa gömlum húsgögnum nýtt líf

Ég og Hörður Þór, maðurinn minn, keyptum okkur nýja íbúð í byrjun árs. Það var ekki margt sem okkur fannst þurfa að breyta í íbúðinni en það var eitt sem truflaði mig alltaf. Með íbúðinni fylgdu fjórir eldhússtólar sem voru ljós eikarlitaðir. Ég held þeir hafi á einhverjum tímapunkti passað ágætlega þarna inn en þar sem það var nýbúið að skipta um parket í meiri gráan tón þá fannst mér þessir stólar passa hræðilega inn í fallega eldhúsið okkar. Við ætluðum að hafa þetta sem bráðabirgða stóla og vorum alltaf með það á planinu hjá okkur að skoða nýja stóla sem pö...

Leitin að John Kourafas

<strong><em>English version below!</em></strong> <strong>Upphafið á þessu öllu saman</strong> Þegar ég var ung þurfti ég að sætta mig við það að alast upp án þess að hafa ömmu og afa í lífi mínu. Ingólfur, pabbi mömmu minnar og Ása, mamma hans pabba voru bæði látin þegar ég fæddist. Regína amma dó þegar ég var ný orðin þriggja ára og fékk ég því lítið að kynnast henni. Þegar ég og Regína systir urðum eldri fórum við að forvitnast um hinn afa okkar, í pabba ætt. Við vissum lítið annað um hann en að hann héti John Kourafas og hafi búið hér á Íslandi árin áður...

Markmiðið var að njóta en ekki þjóta

Árið 2017 ákvað vinnan mín (LSR) að taka þátt í Wow cyclothon í fyrsta skipti. Við söfnuðum saman tíu manna liði sem ætlaði að hjóla hringveginn til styrktar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Við fórum með það markmið að „njóta en ekki þjóta“ og æfðum ekki mjög mikið fyrir þessa keppni enda var markmiðið helst að hafa gaman. Við fengum hins vegar ekki að klára að hjóla hringinn þar sem það skall á alveg rosalegt óveður þegar við vorum að nálgast Egilsstaði. Þar vorum við stoppuð og fengum ekki að klára keppnina þar sem það hefði verið hættulegt. Síðan 2017 höf...

Ævintýraferð til Spánar

Árið 2018 kom upp sú hugmynd hjá tengdaforeldrum mínum að þau myndu leigja stórt hús á Spáni og bjóða börnum þeirra fjórum, mökum og barnabörnum með. Það voru allir mjög spenntir fyrir þessari hugmynd þar sem þessi hópur hefur aldrei farið allur saman í frí til útlanda, sem er kannski ekki skrýtið þar sem við erum 21 í heildina. Tengdaforeldrar mínir, Jói og Stína, rákust á þetta fallega hús rétt fyrir utan Girona á Spáni sem kallast <a href='http://www.estanyolrural.com/en/mas-grau-cottage/' target='_blank'>Mas Grau</a>. Húsið var byggt á þrettándu öldinni o...

Dagsferð um Suðurland

Sunnudagsmorguninn 2. júní vaknaði ég snemma og fékk mér morgunmat eins og vanalega. Ég hafði gert ráð fyrir hefðbundnum sunnudegi sem fer vanalega í þrif á íbúðinni og mealprep fyrir komandi viku. Maðurinn minn, Hörður, var nýkominn úr nokkurra daga vinnuferð á Bolungarvík og var þetta fyrsti dagurinn okkar saman eftir ferðina. Hörður er frekar ævintýragjarn maður og hann á það til að taka skyndiákvarðanir. Ég er meira þessi skipulagða týpa sem þarf helst að vera búin að plana allt fyrir fram og helst skrifa allt upp í Excel (ókei þetta eru kannski smá ýkjur!)....

Hvernig er hægt að fylgjast með mataræðinu?

<em>Mynd fengin af Food Revolution Network Þessi færsla er ekki kostuð og ekki gerð í samstarfi við neinn</em> Eins og margir vita eflaust þá legg ég mikla áherslu á hollt og gott mataræði. Til að byrja með minnkaði ég þann mat sem talinn var vera óhollur og borðaði eins mikið og ég vildi af <em>„hollari mat“</em>. Ég var þá ekkert að fylgjast með heildarhitaeiningum sem ég borðaði yfir daginn eða hvort ég væri að fá nóg af próteini, fitu og kolvetnum....

Smoothie skál Ásu

Ég hef alltaf verið mjög hrifin af því að búa mér til boozt eða smoothie. Nýlega hef ég frekar kosið að hafa þá aðeins þykkari svo hægt sé að setja hann í skál, eitthvað gott ofan á og borða hann síðan með skeið....

Hef ekki alltaf verið þessi heilbrigða manneskja sem ég er í dag

Þegar ég var unglingur var ég mjög grönn að eðlisfari og átti mjög erfitt með að þyngjast eða fitna. Ég hugsaði ekkert um hvað fór ofan í mig yfir daginn og nennti alls ekki að æfa einhverja íþrótt þar sem mér fannst það bara leiðinlegt og hafði engan áhuga á því. Vinkonur mínar áttu það til að furða sig á því hvernig ég gæti lifað á samlokum með skinku og osti í hádegismat og ostaslaufum og kókómjólk eftir skóla og bæta aldrei grammi á mig en þær voru flestar að æfa einhverja íþrótt og hugsuðu meira út í mataræði á þessum tíma....