Dagsferð um Suðurland

Sunnudagsmorguninn 2. júní vaknaði ég snemma og fékk mér morgunmat eins og vanalega. Ég hafði gert ráð fyrir hefðbundnum sunnudegi sem fer vanalega í þrif á íbúðinni og mealprep fyrir komandi viku. Maðurinn minn, Hörður, var nýkominn úr nokkurra daga vinnuferð á Bolungarvík og var þetta fyrsti dagurinn okkar saman eftir ferðina. Hörður er frekar ævintýragjarn maður og hann á það til að taka skyndiákvarðanir. Ég er meira þessi skipulagða týpa sem þarf helst að vera búin að plana allt fyrir fram og helst skrifa allt upp í Excel (ókei þetta eru kannski smá ýkjur!)....

Hvernig er hægt að fylgjast með mataræðinu?

<em>Mynd fengin af Food Revolution Network Þessi færsla er ekki kostuð og ekki gerð í samstarfi við neinn</em> Eins og margir vita eflaust þá legg ég mikla áherslu á hollt og gott mataræði. Til að byrja með minnkaði ég þann mat sem talinn var vera óhollur og borðaði eins mikið og ég vildi af <em>„hollari mat“</em>. Ég var þá ekkert að fylgjast með heildarhitaeiningum sem ég borðaði yfir daginn eða hvort ég væri að fá nóg af próteini, fitu og kolvetnum....

Smoothie skál Ásu

Ég hef alltaf verið mjög hrifin af því að búa mér til boozt eða smoothie. Nýlega hef ég frekar kosið að hafa þá aðeins þykkari svo hægt sé að setja hann í skál, eitthvað gott ofan á og borða hann síðan með skeið....

Hef ekki alltaf verið þessi heilbrigða manneskja sem ég er í dag

Þegar ég var unglingur var ég mjög grönn að eðlisfari og átti mjög erfitt með að þyngjast eða fitna. Ég hugsaði ekkert um hvað fór ofan í mig yfir daginn og nennti alls ekki að æfa einhverja íþrótt þar sem mér fannst það bara leiðinlegt og hafði engan áhuga á því. Vinkonur mínar áttu það til að furða sig á því hvernig ég gæti lifað á samlokum með skinku og osti í hádegismat og ostaslaufum og kókómjólk eftir skóla og bæta aldrei grammi á mig en þær voru flestar að æfa einhverja íþrótt og hugsuðu meira út í mataræði á þessum tíma....

Að hjóla í íslenskri náttúru

Ég hef nefnt það áður að ég gjörsamlega elska að hjóla, hvort sem það er inni í spinning eða úti í fallegri náttúru. Ég byrjaði fyrir um fimm árum síðan að mæta í spinning tíma og sá það fljótt að mér fannst mjög skemmtilegt að hjóla við skemmtilega tónlist. Ég var ekki lengi að biðja um hjólaskó í jólagjöf og hafa þeir verið mjög mikið notaðir síðustu ár! ...

„Á ég inni fyrir þessu súkkulaði?“

Eins og ég hef nefnt áður þá keppti ég í fyrsta skiptið í módel fitness árið 2016. Þegar ég byrjaði í niðurskurði þurfti ég að venja mig á það að borða hollt sex daga vikunnar og einn dag í viku mátti ég leyfa mér einhverja óhollari máltíð og smá nammi. Eftir fyrsta niðurskurðinn ákvað ég að halda þessu fyrirkomulagi, ég borða þá hollt sex daga vikunnar og einn dagur í viku er frjálsari en hinir. Þá fæ ég mér það sem mér finnst mjög gott, til dæmis bakarísmat, pizzu, nammi, ís eða hvað sem mér dettur í hug. Það eru kannski ekki allir sem vita af því að ég er r...

Svona finnst mér best að mealpreppa fyrir vikuna

Á sunnudögum er hefð hjá mér að undirbúa allt sem hægt er að undirbúa fyrir næstu viku. Þessi dagur fer oftast í matarundirbúning (e. mealprep) en þá elda ég hádegismat sem ég borða næstu daga. Þar sem ég vinn alla virka daga frá 8-16 þá finnst mér best að vera búin að undirbúa allt nesti sem ég þarf fyrir vinnudaginn því þá á ég svo auðvelt með að halda mig í góðu mataræði. Ég skrifaði færslu fyrir nokkrum vikum um mataræðið þar sem ég sagði frá því hvað ég er að borða á hefðbundnum degi, þið getið skoðað hana <a href='http://lady.is/articles/asahulda/article/mat...

Hvernig get ég stækkað rassinn?

Eins og margar aðrar stelpur þá setti ég mér markmið að byggja upp stærri og stæltari rass. Það getur tekið hellings tíma að byggja hann upp og ná að stækka hann og krefst það mikillar þolinmæði. Þrátt fyrir að það sé mikil þolinmæðisvinna þá er það svo sannarlega hægt! Það eru nokkur atriði sem skipta miklu máli þegar verið er að byggja upp stærri rass og það eru <strong>þungar</strong> æfingar með lóðum, stöngum og ketilbjöllum, léttari pump æfingar og svo er það mikilvægasta að <strong>borða nóg yfir daginn</strong>! ...