Meðganga á óvissutímum

Það er komið smá síðan ég skrifaði færslu hérna inn í sambandi við meðgönguna og fannst mér tími til að segja smá frá því hvernig síðustu mánuðir hafa gengið! Nú er ég komin rétt rúmlega 31 viku á leið og það styttist óðum í að litla prinsessan komi í heiminn. <strong>Annar þriðjungur</strong> Ég skrifaði síðast um hvernig fyrsti þriðjungurinn gekk hjá mér (<a href='http://lady.is/articles/asahulda/article/firsttrimester' target='_blank'>sjá hér</a>) en hann einkenndist af mikilli ógleði og þreytu. Þegar ég var komin um 13 vikur á leið þá fór mér að líða töluv...

Heimagerð fataslá í barnaherbergið

Eins og margir vita þá eigum ég og Hörður von á lítilli prinsessu í júlí. Þar sem við höfum beðið lengi eftir að þessi draumur okkar rættist þá gátum við ekki beðið lengi með að hefja hreiðurgerðina og undirbúa allt fyrir litla kraftaverkið okkar, spennan er bara of mikil! Við erum búin að kaupa öll húsgögnin í herbergið en eigum eftir að fínpússa herbergið og kaupa fallega skrautmuni til að hafa þar inni (mun sýna ykkur herbergið þegar það er klárt). Við erum byrjuð að kaupa föt fyrir prinsessuna okkar og höfum einnig fengið helling í gjöf frá foreldrum okkar ...

Æfingar með teygjum

Síðustu vikur hef ég verið að æfa mikið heima hjá mér og elska ég að setja saman allskonar æfingar sem ég hef síðan verið að deila á Instagram hjá mér. Ég setti inn spurningabox á Instagram um daginn þar sem ég óskaði eftir uppástungum á hvernig æfingar fólk vildi sjá næst og ég fékk mjög margar beiðnir um æfingar með teygjum. Ég setti saman tvær æfingar sem ég hef sýnt frá á Instagram þar sem notast er við teygjur og mini bands, ein æfingin er fyrir bak og axlir og hin er fyrir rassinn. <strong>Axlir og bak með teygjum</strong> Hægt að sjá myndband af æfi...

Heimaæfing fyrir sterkari rass og fætur

Eins og ég nefndi í <a href='http://lady.is/articles/asahulda/article/heimaraekt' target='_blank'>síðustu færslu</a> þá vorum við hjónin að undirbúa heimarækt hjá okkur svo við gætum fært æfingarnar okkar heim. Mér finnst mjög þægilegt að vakna á morgnanna og þurfa ekki að fara út úr húsi til að fara á æfingu! Ég setti saman smá æfingu um helgina með áherslu á rass og læri og ég viðurkenni að hún tók vel í (nóg af harðsperrum daginn eftir)! Mig langaði að deila henni með ykkur þar sem ég veit að margir kjósa að æfa frekar heima í dag en auðvitað er líka hægt a...

Heima gym!

Okkur hjónunum hefur lengi langað að útbúa smá heima gym en aldrei látið verða af því. Okkur fannst þetta tilvalinn tími til að láta verða af þessu þar sem það er gott að hafa möguleikann á að æfa heima, bæði til að draga úr áhættu á smiti og ef maður lendir í því að þurfa að fara í sóttkví. Einnig er þetta tilvalið þegar litla prinsessan kemur í heiminn en þá er hægt að taka æfingu heima. Núna er ég komin 22 vikur á leið og finnst mér algjör snilld að hafa möguleikann á að taka smá æfingu heima þegar hentar. Við áttum fyrir trainer fyrir hjólið mitt sem við hö...

Tilheyrir þú þessum tíu prósentum?

Þeir sem hafa lesið fyrsta bloggið mitt <a href='http://lady.is/articles/asahulda/article/endometriosa' target='_blank'>,,Á ekki að fara að koma með eitt lítið kríli?“</a> vita að ég er með sjúkdóm sem kallast endómetríósa og hef ég þurft að ganga í gegnum ýmislegt til að reyna að verða ófrísk (sjá færsluna mína <a href='http://lady.is/articles/asahulda/article/kraftaverkingerast' target='_blank'>Kraftaverkin gerast! </a>). Það eru margir sem vita ekki almennilega hvað endómetríósa felur í sér og hvaða einkenni fylgja þessum sjúkdómi enda er þetta mjög falinn s...

Undirbúningur fyrir litlu prinsessuna

Ég og Hörður Þór eigum von á lítilli prinsessu í heiminn í júlí 2020. Við erum búin að vera virkilega spennt að fá hana í heiminn og þykir mjög gaman að undirbúa heimilið fyrir komu hennar. Við erum aðeins búin að kaupa inn í barnaherbergið en ég ætla að deila því með ykkur þegar það er alveg tilbúið. Mig langaði hins vegar að sýna ykkur þetta gullfallega <a href='https://www.husgogn.is/is/badid-svefninn/voggur/hli%C3%B0ar-r%C3%BAm-50x90cm-d%C3%BDnust%C3%A6r%C3%B0-vorulysing' target='_blank'>hliðarrúm</a> sem við vorum að kaupa hjá Húsgagnaheimilinu. Rúmið keyp...

Mataræði á meðgöngu

Ég hef í mörg ár hugað vel að mataræðinu mínu og borðað hollan og góðan mat. Eftir að ég komst að því að ég væri ófrísk þá fór ég að huga enn betur að mataræðinu mínu þar sem það skiptir miklu máli bæði fyrir móður og barn að mataræðið sé næringarríkt og gott á meðgöngu. Ég hef mikið verið að deila mataræðinu mínu á <a href='https://www.instagram.com/asahulda/' target='_blank'>Instagram</a> og kem þar oft með hugmyndir að hollum og góðum máltíðum. Fyrstu vikurnar á meðgöngunni átti ég erfitt með að halda mataræðinu alltaf góðu þar sem ég var með mjög mikla ógle...