Ungbarna myndataka

Þessi færsla er unnin í samstarfi við <a href='http://www.krissy.is' target='_blank'>Krissý ljósmyndastúdíó</a> Hvað er fallegra en fallegar myndir ? Fallegar myndir af fallegu börnunum okkar! Þegar ég var ófrísk af Baltasar hafði ég mjög fljótt samband við Krissý ljósmyndara og bað hana um að taka frá tíma fyrir ungbarnamyndatöku af ófædda barninu okkar. Ég greiddi þá eitthvað smávægis staðfestingargjald (sem síðan er tekið af heildar upphæð) og þá var ég orðin góð með myndatöku. Baltasar fæðist og ég hef samband við hana og læt hana vita að drengur sé...

Gjafaleikur í samstarfi með asis.is

Strákarnir mínir fengu svo ótrúlega fallega gjöf frá nýrri netverslun sem heitir <a href='http://www.asis.is' target='_blank'>Asis.is</a>. En þau stefna að því að vera með leikföng sem eru umhverfisvæn. Heimasíðan þeirra er ótrúlega skemmtileg og mæli ég með að kíkja á hana. Þau flytja inn merki sem heita Fagus, Calafant og Luffoliate. Öll Fagus leikföngin eru handunnin úr Beyki án þess að nota nagla eða skrúfur. Fagus merkið leggur áherslu á að veita fötluðum einstaklingum vinnu við að framleiða hágæða tré leikföng, sem endast og endast, sem gerir það...

Barnaherbergis inspó

Eftir að við fluttum í nýja húsið okkar þá hef ég verið mjög virk á Pinterest. Ég elska að skoða heimili hjá öðrum og fá hugmyndir, þá sérstaklega fyrir barnaherbergin. Nú fæ ég þau forréttindi að innrétta 3 barnaherbergi, 2 stráka og 1 stelpu. Nú eru 2 herbergin mjög stór og 1 aðeins minna og er ég að leyfa huganum að reika og leyfi mér að taka mér tíma til að fá hugmyndir, en ekki bara setja eitthvað inn í herbergin til að setja eitthvað. Þau eru frekar tómleg eins og er en það mun koma með tímanum. Langaði að deila með ykkur þeim pælingum sem ég er með ef...

Netflix uppáhalds!

Ég kom með fyrir einhverju síðan pistil um <a href='http://lady.is/articles/anita/article/hulu' target='_blank'>uppáhalds þættina</a> mína á Hulu og datt í hug að gera svipað með Netflix. Ætli það séu ekki komin 6 ár síðan ég fékk mér aðgang að Netflix og er ég virkilega að fíla þróunina hjá þeim. Þau eru mikið með sína eigin þætti og bímyndir í framleiðslu. Mikið af því er virkilega gott sjónvarpsefni! Mæli með aðgang hjá þeim. En hér er mitt topp 8 á Netflix: <em>The Good Wife</em> Ekta amerískt! Lögmenn og pólitík! Elska það! 5 af 5 mögulegum....

Hvernig ég kynntist pabba ykkar

Ég hef verið 16 ára þegar ég sá hann fyrst. Hann var 21 árs. Ég fór með frænku minni í afmæli sem var haldið heima hjá honum. Ennþá man ég eftir hvernig og hvar íbúðin var. Tók lítið eftir honum, enda var ég bara krakki. Við áttum sameiginlegan vin sem er í rauninni ástæða þess að við erum saman í dag. Sáumst lítið sem ekkert í 8 ár, man ég sá glitta í hann þegar hann var að vinna sem dyravörður á Apótekinu ásamt vini sínum. Fengum alltaf að fara inn. Spólum áfram til ársins 2014, þá er ég orðin 24 ára og hann 29. Það er júní mánuður, heitur sumar...

Skírnar og afmælisveisla

Við fjölskyldan héldum upp á afmælið hans Baltasars og skírnina hennar Önnu Bjarkar þegar hún var 8 daga gömul (25. ágúst). Við tókum þá ákvörðun að slá tvær flugur í einu höggi þar sem það var löngu vitað hvað hún Anna Björk átti að heita. Það var mjög mikið um að vera fyrir komandi veislu þar sem við erum ekki enn búin að koma okkur almennilega fyrir hér í <a href='http://lady.is/articles/anita/article/framtidarheimili' target='_blank'>nýja húsinu</a>, en þetta setti mikla pressu á okkur og náðum við að klára hluti sem höfðu beðið alltof lengi. Baltasar átti...

Fæðingarsagan mín

Ég sagði ykkur frá því að ég yrði gangsett aðeins fyrir settan dag vegna <a href='http://lady.is/articles/anita/article/Axlarklemma' target='_blank'>axlarklemmu</a> í fæðingu hjá Benjamín. Ég fór í vaxtarsónar 7. ágúst, gengin 37 vikur til að athuga stærðina á stelpunni, hún reynist þá vera 3780 gr. sem þýðir að við fulla meðgöngu yrði hún um 18-19 merkur, sem þá augljóslega yrði töluvert yfir 4 kílóin. Sama dag hitti ég ljósuna mína í mæðravernd og fæðingarlækni til að fara yfir stöðuna. Hún pantar fyrir mig tíma í gangsetningu sem yrði í síðasta lagi þann 1...

Halló heimur!

Þann 17. ágúst fæddist hárprúð lítil dama eftir 38+2 vikna meðgöngu. Hún mældist 16 merkur (4002 grömm) og 51 sentimetrar....