Mon Apr 16 2018

10 uppeldisreglur

Aníta Rún

Ég hef alltaf verið hin fullkomna mamma, þangað til ég eignaðist mitt fyrsta barn. En mig langaði til að koma með skotheldar uppeldisreglur til ykkar, þær sem ég hafði áður en ég varð mamma... 1. <em>Aldrei láta barnið borða sykur/nammi.</em> Okei, let's face it. Við sögðum þetta allar! Ég ætlaði allavega aldrei að láta barnið mitt fá sælgæti fyrr en fyrsta lagi 5 ára... 2. <em>Aldrei láta barnið borða unnar matvörur.</em> Jah, jájá.. Næsta! 3. <em>Barnið mitt fær aldrei að vera í spjaldtölvu.</em> Hmm.. sko já, en hann fær ekki að vera á YouTube! Er það ekki eitthvað ? 4. <em>Barnið mitt mun alltaf borða við eldhúsborðið.</em> Það stóðst ekki heldur, við borðum á gólfinu, í rúminu, í sófanum við sjónvarpsgláp og í bílnum! Sem ég ætlaði sko ALDREI að láta hann gera. 5. <em>Barnið mitt mun borða það sem er á boðstólnum, og ekkert múður!</em> Kannski næsta barn!

6. <em>Þegar ég verð í fæðingarorlofi þá mun ég sko fara í göngutúr á hverjum degi.</em> ... Ég sagði þetta í alvöru.. með bæði orlofin, og er að segja þetta núna líka.. sjáum hvernig fer! 7. <em>Ég mun sko aldrei hætta að hugsa um sjálfa mig eftir að ég verð foreldri.</em> Sko, já og nei.. Ég er kannski ekki hætt að hugsa um mig, en það hefur nú töluvert minnkað get ég sagt ykkur! 8. <em>Ég mun kenna börnunum mínum strax að ganga frá eftir sig og bara láta þau leika sér inn í herbergi.</em> hmmm.. já ég hélt í alvöru að þetta væri möguleiki. Ég hafði rangt fyrir mér. 9. <em>Börnin mín munu hlusta og hlýða því sem ég segi.</em> Ég er stundum bara að tala við barnið mitt, mjög rólega og blíðlega.. sver'ða, hann heyrir ekki í mér. 10. <em>Ég mun aldrei múta börnunum mínum.</em> Ég gerði það síðast í fyrradag....

Ef þig langar að vera fullkomin foreldri, ekki eignast börn! Getið fylgt mér á snapchat: anitarung og Instagram: Anitarg Þangað til næst! Aníta Rún