Tue Oct 23 2018

Netflix uppáhalds!

Aníta Rún

Ég kom með fyrir einhverju síðan pistil um <a href='http://lady.is/articles/anita/article/hulu' target='_blank'>uppáhalds þættina</a> mína á Hulu og datt í hug að gera svipað með Netflix. Ætli það séu ekki komin 6 ár síðan ég fékk mér aðgang að Netflix og er ég virkilega að fíla þróunina hjá þeim. Þau eru mikið með sína eigin þætti og bímyndir í framleiðslu. Mikið af því er virkilega gott sjónvarpsefni! Mæli með aðgang hjá þeim. En hér er mitt topp 8 á Netflix: <em>The Good Wife</em> Ekta amerískt! Lögmenn og pólitík! Elska það! 5 af 5 mögulegum.

<em>Making A Murderer</em> Held að allir viti af þessum þáttum. Maður sem er búinn að vera í 18 ár í fangelsi fyrir eitthvað sem hann gerði ekki. Fer í mál við ríkið sem hann býr í og vill fá góða upphæð í skaðabætur og er þá dæmdur fyrir annað morð. Þessir þættir láta hann líta út fyrir að vera mjög saklausan, en hver veit. Heimildarmynd um Steven Avery og fjölskyldu. Mæli með fyrir alla að horfa! Fær 5 af 5!

<em>Black Mirror</em> Tekið af Wikipedia: Þeir fjalla um nútíma samfélag, sérstaklega með tilliti til ófyrirsjáanlegrar afleiðingar nýrrar tækni. Hver þáttur er sjálfstæður og á sér stað í hliðstæðri nútíð eða náinni framtíð, oft með dökkum og kaldhæðnum tón, þó sumir eru meira tilraunakenndri og léttari. Ég var ekki að ná að koma því í skrif um hvað þessir þættir eru án þess að segja of mikið frá svo ég fékk smá aðstoð frá Wikipedia. Þeir hafa ekki alveg gripið mig að fullu, svo ég gef þeim fá 4/5

<em>Orphan Black</em> Erfitt að tala um þessa þætti án þess að gefa of mikið. Klónaðar systur reyna að finna út hver og afhverju þær eru klónaðar. Orðið frekar langt síðan ég sá þessa, býst við að flestir eru búnir að horfa, ef þú átt þessa eftir mæli ég með! Þessir þættir fá 5 af 5 hjá mér!

<em>The OA</em> Ef þú fílar ofur náttúrulega þætti þá er þetta eitthvað sem þú mátt alls ekki láta framhjá þér fara! Stutt sería með aðeins 8 þáttum. En það var byrjað að taka upp aðra seríu í janúar á þessu ári, svo vonandi er ekki of langt í seríu 2! Ég er allavega mjög spennt að sjá! Fá 5/5!

<em>You Me Her</em> Þessir þættir eru um hjón sem eru í erfiðleikum í hjónabandi sínu og kynnast þessari ungu dömu, þá hefst fjör. Mjög gott stuff. Fær 5 af 5

<em>Friends</em> Já, ég horfi enþá á Friends, er hægt að fá leið á þeim? Ég veit það ekki. Ég hef sofnað yfir Friends í 10 ár, jésús! Komin 10 ár! Það var sirka þá sem ég byrjaði að horfa á alla þættina frá byrjun og svo ýti ég bara á repeat, aftur og aftur... Áður hafði ég bara séð einn og einn þátt, en þetta er mjög gott sjónvarpsefni. En ef maður horfir virkilega á þá og pælir í handritinu þá sér maður að þeir eru frekar úreltir. En engu að síður fá þeir 5 af 5 hjá mér.

<em>The Affair</em> Ef þú ert ekki búin að sjá þessa, þá ertu "in for a treat". Skemmtilegir þættir um famhjáhald. Þeir eru pínu að fara fram og til baka í þáttunum sem getur verið smá ruglandi en það er til að sýna hina hliðna á málinu. Allar seríurnar eru inn á Netflix svo það er auðvelt að sökkva sér inn í þá og "hám horfa, ef þú ert í fæðingarorlofi allavega! Fá 5 af 5!

Tel þetta vera fínt í bili, en mig langar að koma með þætti og bíómyndir inn á Netflix sem mig langar að byrja á og er spennt fyrir

The Innocents - Eina sem ég veit er að Jóhannes Haukur leikur í þeim! 22 July - Mynd um Breivik málið. The haunting of hill house - Einhverskonar drauga þættir. Haunted - Sannsögulegar drauga sögur. Gaga, five foot two - Lady Gaga hefur hækkað þvílíkt í áliti eftir "<em>A star is born</em>" myndina, vá! Hlakka til að sjá!

Ef þið viljið fylgjast með mér er snappið mitt: <em>Anitarung</em> Þangað til næst! <em>Aníta Rún</em>