Mon Jan 21 2019

acrylic pouring listaverk

Aníta Rún

Acryl pouring, það er eitthvað sem er komið til að vera. Okkur hjónum langaði svo í fallegt og persónulegt listaverk til að prýða borðstofu vegginn. Þetta yrði listaverk sem fólk sér um leið og það gengur inn um dyrnar. Ég dett síðan inn á Instagram síðu hjá listakonu sem heitir <a href='https://www.instagram.com/sigurbjorgeva/' target='_blank'>Sigurbjörg Eva.</a> Ég sýni Daníel nokkur af hennar verkum og segir hann mér að henda á hana línu til að fá eitt stykki listaverk. Til að byrja með spyr ég hana hvað hún getur gert stór verk og athugar hún það hjá fólki sem sér um að saga út plötuna (hringinn). Hún svarar mér síðan og segir að hún geti gert allt upp í 100 cm ummál og fáum við að panta hjá henni 80 cm. Segi við hana að hún megi ráða þessu en læt hana vita að veggurinn sé grár sem listaverkið mun vera á og segi henni að ég sé hrifin af öllum jarðtónum svo sem grár, brúnn, blár, hvítur... eitthvað í þá áttina. Viku síðar er verkið tilbúið! ...Tek það fram að við greiðum fyrir listaverkið sjálf og er þetta ekki unnið í neinu samstarfi.

Hún kemur með það hingað heim og var ég í sjokki! VÁ! Ekkert smá fallegt og vorum við það spennt að það fór strax upp á vegg! Ekki nóg með það heldur þegar hún kom með það í bæinn var hún á leiðinni í gangsetningu daginn eftir. Hún hafði ekki mikið fyrir því að búa til 80 cm stærð af listaverki komin 39 vikur á leið. Ég hefði nú bara sagt henni að gera þetta seinna ef ég hefði vitað það en þetta hélt henni uppteknri sagði hún við mig og var þetta mjög góð leið til að dreifa huganum á síðustu metrunum. Við erum svo ótrúlega ánægð með verkið sem hún bjó til fyrir okkur að ég bara varð að deila því með öðrum! Verðið hjá henni er líka algjört djók og er þetta svo flott! En hún gerir frá 25 cm ummál upp í 100 cm ummál - okkar er 80 cm og kostar 20.900 Ætla að smella inn nokkrum nær myndum af verkinu til að leyfa ykkur að sjá almennilega.

Þangað til næst! Aníta Rún Snapchat: Anitarung Instagram: Anitarg