Mon Jan 21 2019

Hurðaskilti

Aníta Rún

Við fjölskyldan fluttum í júlí á síðasta ári og erum við loksins að ná okkur aftur í framkvæmda gírinn. Það verður að viðurkennast að það hefur verið mjög mikil lægð í framkvæmdum síðustu mánuði, enda nauðsynlegt að hvíla eftir allt brjálæðið sem átti sér stað hérna. Kaupa hús, framkvæmdir dag og nótt, flutningar, afmæli hjá Baltasar, gangsetning með 3ja barn, fæða barn, halda upp á skírn, Benjamín byrja í leikskóla... name it! Ég skrifaði í jólakortið að ég vonast nú til að hlutirnir fari að róast hjá okkur á þessu ári, en ég sé það strax að það er ekki að fara vera vottur af ró á þessu heimili. Daníel er kominn í 5 mánaða fæðingarorlof og mun nýta tímann sem gefst í að klára það sem þarf að klára hér heima fyrir. Eitt sem mig dauðlangaði í þegar við fluttum var að fá skilti á útidyrahurðina. En fann hvergi. Ég fór í allskyns búðir, Googlaði það sem ég hélt að ætti að Googla.. En ég var viss um að það myndi detta í hendurnar á mér áður en ég vissi. Sem það gerði. Ég fer í heimsókn til vinkonu minnar sem er með svona skilti á hurðinni hjá sér og spyr hana einfaldlega hvar hún hefði fengið þetta. Aftur förum við nú að leita. Við leituðum og leituðum, þar til við fundum það, <a href='http://www.graf.is' target='_blank'>Graf.is</a>

Ég hef samband við fyrirtækið og fæ fund með manninum sem sér um það og ákváðum við að fara í samstarf saman. Ég hef lengi viljað svona skilti en ekki fyrr en núna (þar sem barneignum er lokið) sem ég lét verða að því. Hann sýndi mér nýjasta skiltið sem þau voru að fá í hendurnar og var ég snögg að segja "sold!". Ég er ótrúlega ánægð með útkomuna! Það er endalaust af úrvali af skiltum inn á síðunni þeirra og er verðið mjög fjölbreytt. Verðin komu mér á óvart og er hægt að fá skilti á hurðina hjá sér fyrir mun minna en ég hélt að það kostaði. Langar líka að koma því á framfæri að þau bjóða upp á mun meira en bara skilti á hurðar. Þarna er hægt að merkja nánast hvað sem er og er til ótrúlega mikið af fallegum munum inn á heimasíðunni þeirra. Mæli með að kíkja! Ef þú ert í leit að skilti á hurðina þá geturðu fengið 1000 króna afslátt með kóðanum LADY af öllum <a href='https://www.graf.is/messing' target='_blank'>Messing skiltunum.</a> Takk kærlega fyrir mig <a href='http://www.graf.is' target='_blank'>Graf!</a> Þangað til næst! Aníta Rún Snapchat: Anitarung Instagram: <a href='http://www.instagram.com/anitarg' target='_blank'>Anitarg</a>