Wed Dec 05 2018

Barnaherbergis inspó

Aníta Rún

Eftir að við fluttum í nýja húsið okkar þá hef ég verið mjög virk á Pinterest. Ég elska að skoða heimili hjá öðrum og fá hugmyndir, þá sérstaklega fyrir barnaherbergin. Nú fæ ég þau forréttindi að innrétta 3 barnaherbergi, 2 stráka og 1 stelpu. Nú eru 2 herbergin mjög stór og 1 aðeins minna og er ég að leyfa huganum að reika og leyfi mér að taka mér tíma til að fá hugmyndir, en ekki bara setja eitthvað inn í herbergin til að setja eitthvað. Þau eru frekar tómleg eins og er en það mun koma með tímanum. Langaði að deila með ykkur þeim pælingum sem ég er með efst í huga og mun vonandi ná að útfæra það á minn hátt.

Herbergið hans Baltasars er frekar stórt og sé ég fyrir mér eitthvað svakalega flott þar inni. En ég næ ekki að ákveða hvað það ætti að vera. Litirnir í herberginu hans er blár og grár. Inni hjá Benjamín er ljósgænblár einhverskonar og grár. Herbergið hans er ekkert svakalega stórt svo þar verður meira svona "kósý" les horn eða borð til að lita og teikna á. Herbergið hennar Önnu er jafn stórt og hans Baltasars og fæ ég að leika mér þar inni að skreita og gera fallegt. Svo spennt!

Ætla ekki að hafa það lengra í bili, en ef þið hafið áhuga á að fylgjast með mér að græja herbergin þá getið þið bætt mér við á SnapChat: Anitarung Þangað til næst! Aníta Rún