Fri Feb 22 2019

Baðherbergis framkvæmdir

Aníta Rún

Við hjónin vorum búin að ákveða að baðherbergin yrðu tekin í gegn á næstu 5 árum. ... þessi 5 ár voru ekki nema 6 mánuði að líða. En staðan hjá okkur er þannig að við erum pínu smeik að það gæti verið einhver raki eða eitthvað í gangi á bakvið flísarnar á efra baðherberginu. Afhverju erum við þá að taka þetta stærra í gegn ? Jú því það var engin sturta eða bað tengt niðri og ekki getum við 5 manna fjölskylda verið án sturtu á meðan baðherbergi er tekið í gegn, svo við ætlum að byrja á því stærra. Þar kemur inn sturta og baðkar. Breytingarnar verða töluverðar og er ég svo ótrúlega spennt að sjá loka útkomuna!

En hér er smá inspo á það sem okkur langar í, eða allavega stíllinn á því. Myndirnar eru teknar af Pinterest.

Allavega, hér er smá af hugmyndum sem við erum með, en við erum búin að versla nánast allt sem til þarf inn á baðið og búin að ákveða allt svona nokkurnvegin. Endilega kíkið á mig á Snapchat eða Instagram til að fá allt beint í æð, en ég mun að sjálfsögðu henda inn fyrir - eftir mynd af þessu öllu saman þegar þessu er lokið. Sem verður vonandi fyrir 2ja ára afmælið hjá Benjamín, sem verður haldið 16 mars. Krossum putta! Á sunnudaginn kemur múrari, á mánudag kemur pípari, svo hér er allt á fullu! Daníel er búinn að gera allar framkvæmdir hér heima sjálfur og heldur því áfram að sjálfsögðu en við viljum ekki taka neina sénsa svo það er alltaf gott að fá fagmenn inn og segja hvernig væri best að framkvæma hlutina og fleira. Þangað til næst! Aníta Rún Snapchat: Anitarung Instagram: Anitarg