Sun Dec 16 2018

Ungbarna myndataka

Aníta Rún

Þessi færsla er unnin í samstarfi við <a href='http://www.krissy.is' target='_blank'>Krissý ljósmyndastúdíó</a> Hvað er fallegra en fallegar myndir ? Fallegar myndir af fallegu börnunum okkar! Þegar ég var ófrísk af Baltasar hafði ég mjög fljótt samband við Krissý ljósmyndara og bað hana um að taka frá tíma fyrir ungbarnamyndatöku af ófædda barninu okkar. Ég greiddi þá eitthvað smávægis staðfestingargjald (sem síðan er tekið af heildar upphæð) og þá var ég orðin góð með myndatöku. Baltasar fæðist og ég hef samband við hana og læt hana vita að drengur sé fæddur. Ég fæ þá tíma þegar hann er 6 daga gamall. Myndirnar úr þeim tökum eru svo klikkaðar! Ég bara verð að sýna ykkur þær!

Ég fór með Benjamín í töku hjá öðrum ljósmyndara og verð ég að segja að þá fyrst fann ég hvað Krissý var mikill fagmaður (fagkona ?). Svo ég ákvað þá strax að fara með næsta barn (ef svo skildi verða) með það til Krissý. Ég hef samband við hana komin 8 mánuði á leið með mitt þriðja barn og spyr hvort það sé séns að koma mér að. Hún var fullbókuð en nær mér inn með mjög stuttum fyrirvara. Ó það sem ég var þakklát fyrir það! Ég mæli með að hafa samband við hana sem allra fyrst varðandi myndatöku því það er nóg að gera hjá henni og þarf helst að bóka með ágætis fyrirvara. En við ákváðum að fara í samstarf og er ég ótrúlega þakklát fyrir það. Mig langar að sýna ykkur myndirnar úr nýjustu myndatökunni.

Hún er með lítið studio sem er hitað vel upp svo það fari sem allra best um nýfædda barnið. Þar inni er sko allt sem til þarf fyrir móður og barn því svona myndataka getur stundum tekið sinn tíma, en eins og ég sagði áður að þá er hún algjör fagmaður og kann svo vel á börnin. Það er yfir henni einhverskonar ró sem ég næ ekki að lýsa og er svo ótrúlega notarlegt að vera hjá henni. Hún er með alla aukahluti fyrir barnið sem til þarf en ef fólk er með sérstaka óskir þá er bara að mæta með það. Allt er vel sótthreinsað og þrifið eftir hverja töku, svo það er í raun hugsað fyrir öllu. En við komum með bleika bangsann og húfuna sem hún er með á myndinni hér fyrir ofan. En það keyptum við í Target. Að eiga svona myndir er svo dýrmætt! Mæli með fyrir alla að fara í ungbarnamyndatöku og þá sérstaklega til <a href='http://www.krissy.is' target='_blank'>Krissý</a>.

Takk svo mikið fyrir okkur elsku Krissý! Þangað til næst: Aníta Rún Snapchat: Anitarung