Sat Dec 15 2018

Gjafaleikur í samstarfi með asis.is

Aníta Rún

Strákarnir mínir fengu svo ótrúlega fallega gjöf frá nýrri netverslun sem heitir <a href='http://www.asis.is' target='_blank'>Asis.is</a>. En þau stefna að því að vera með leikföng sem eru umhverfisvæn. Heimasíðan þeirra er ótrúlega skemmtileg og mæli ég með að kíkja á hana. Þau flytja inn merki sem heita Fagus, Calafant og Luffoliate. Öll Fagus leikföngin eru handunnin úr Beyki án þess að nota nagla eða skrúfur. Fagus merkið leggur áherslu á að veita fötluðum einstaklingum vinnu við að framleiða hágæða tré leikföng, sem endast og endast, sem gerir það að verkum að starfsmennirnir eru mjög ánægðir og finna að að framleiðsla þeirra gerir þá að mikilvægum og nýtum þjóðfélagsþegnum. Bíllinn sem strákarnir fengu að gjöf heitir <a href='https://www.asis.is/product?product_id=28c385d1-a4ad-4d88-b32a-a153942be0a2' target='_blank'>Unimog</a> og er hægt að bæta við hann allskonar aukahluti eins og að tengja snjóplóg, ýtutönn og krana á pallinn. Mæli með að bæta þessum bíl á jólagjafalistann fyrir börn frá 3 ára og uppúr.

En við stelpurnar í <a href='https://www.facebook.com/ladyiceland/photos/a.597734347271190/732430197134937/?type=3&theater' target='_blank'>Lady.is erum með gjafaleik í samstarfi við Asis.is</a> þar sem þú getur meðal annars unnið þennan bíl ásamt fleiru sem þau eru með til sölu. Endilega kíkið á leikinn okkar og takið þátt því það er til mikils að vinna. <a href='https://www.facebook.com/ladyiceland/photos/a.597734347271190/732430197134937/?type=3&theater' target='_blank'>Hér er linkur að leiknum</a>.

Takk kærlega fyrir okkur asis.is! Ef þið viljið fylgjast með okkur er snapchatið hjá mér: Anitarung Þangað til næst! Aníta Rún