Mon Apr 30 2018

3 börn á 3 árum!

Aníta Rún

Þrjú börn á þremur árum. Á það að vera hægt ? Nú er ég orðin ólétt, ég veit... þetta eru svo sem engar fréttir þar sem ég er alltaf ólétt. En svona að öllu gríni slepptu að þá er ég ófrísk í 4 skiptið á 3 og hálfu ári. Ég er rosalega þakklát því að eiga svona auðvelt með að verða ófrísk, það er sko alls ekki sjálfgefið. En.... já ég ætla að koma með en. En ég er enganvegin að nenna því. Ég hef verið að "leigja" út líkaman minn í meðgöngur og brjóstagjöf síðan nóvember 2014, stanslaust. Án gríns. Þá verðum við ófrísk af Baltasar og hann er síðan á brjósti til mars 2016, ég verð ófrísk í þeim mánuði og missum við fóstrið í apríl, þar á eftir fylgir úthreinsun og ég verð strax ófrísk og þvi er lokið, eða júní 2016. Hann er síðan á brjósti til nóvember 2017 og ég verð ófrísk í endan nóvember enn á ný. Svo þið vonandi dæmið mig ekki fyrir að nenna ekki þessari meðgöngu er það nokkuð ? Þetta var alls ekki það sem við áttum von á, alveg langt því frá. Það lýtur út fyrir að brjóstapillan er ekki getnaðarvörn sem virkar vel á mig og verður gert aðeins varanlegri getnaðarvörn þegar þetta barn er fætt, svo mikið er víst. Eins mikið og ég er ekki að nenna að standa í þessu, að þá er ég hrikalega spennt að fá barnið í hendurnar og vera komin aftur með lítið kríli í hendurnar, jah, í svona 3 mínútur allavega, svo eru þau orðin fullvaxin, rífandi kjaft og hlaupandi um.

Fyrir mig persónulega að vera ófrísk er sko alls ekkert auðvelt starf. Skrokkurinn höndlar það illa og andlega hliðin fer á hvolf. Síðustu 2 meðgöngurnar hef ég verið með svokallað meðgönguþunglyndi, sem hefur síðan bara farið þegar barnið er fætt. Ég hef sem betur fer ekki fundið fyrir því hingað til á þessari meðgöngu sem léttir helling! Í byrjun janúar var ég farin að fá verki í grindina komin 6 vikur og nú er ég hætt að vinna komin 23 vikur vegna mikillar grindargliðnunar og bakverkja. Svo það er alveg á hreinu að þetta verður í allra síðasta skipti sem ég læt mig hafa það og ganga í gegnum þetta. En þetta er auðvitað bara tímabil sem líður ó svo hratt, sem betur fer! Það sem við fjölskyldan erum spennt fyrir að fá litlu stelpuna í fangið! - JÁ! Það er stelpa að koma! Þið getið fylgst með þessu ævintýri okkar á snapchat: ANITARUNG Kveðja, Aníta Rún
María

Sat Jun 02 2018 17:59:39 GMT+0000 (GMT)

jú þetta er hægt :) Ég fæddi 3 börn á 2 árum og 7 mánuðum og ekki tvíburar þar inn í haha. Gangi þér vel þetta er bara stuð og gaman <3