Breyting á stofu

Það er nú komið rúmlega eitt og hálft ár síðan við fluttum. Það hefur verið nóg um að vera á öllum sviðum og erum við byrjuð að græja baðherbergið uppi eftir langa og góða framkvæmda pásu. En við höfum verið að græja stofuna og gera hana aðeins huggulegri og hlýlegri. Við vorum ekki búin að gera neitt fyrir stofuna síðan við fluttum og hef ég verið að taka því rólega við það að dúllast við hana og ákveða hvað ég myndi vilja inn án þess að það kosti hálfan handlegg. ...

Hver er pabbi hennar ömmu?

Þetta er amma mín Jóhanna og afi Oddur með mömmu mína í fanginu. Amma mín Jóhanna (fædd 5. apríl 1947) hefur aldrei vitað hver pabbi sinn er. Hana hefur grunað frá barnsaldri að hún væri rangfeðruð. Hún var ekki nema 3ja ára þegar Ása langa amma mín (mamma hennar) setti hana í fóstur á sveitabæ og heitir fósturpabbi hennar og maðurinn sem var sagður vera pabbi hennar það sama, svo þetta hlítur að hafa verið ruglingslegt. Amma mín heitir Jóhanna Kristín og er kennd við Kristján. Ása langa amma mín var 16 ára þegar hún verður ófrísk af ömmu og sagði henni al...

Breyting á baðherbergi

Jæja! Framkvæmdahjónin erum mætt aftur til leiks! Að vísu er frekar langt síðan baðherbergið varð svona semí tilbúið, en það er ekki alveg fullklárað, en það kemur að því. Það sem er að stoppa okkur að klára er að fá píparann og rafvirkjann. En mig langaði að sýna ykkur fyrir og eftir myndir af baðherberginu og segja frá lauslega frá hvað var gert....

Absolute Training

*Þessi færsla er ekki unnin í samstarfi* Ég setti inn hugmyndabanka inn á Instagram story hjá mér og fékk þar hugmyndir af bloggum til að skrifa. Í byrjun maí á þessu ári ákvað ég að skrá mig í <a href='https://absolutetraining.is/' target='_blank'>Absolute Training</a> námskeið. Ástæðan fyrir því var að mér fannst uppsetningin svo ótrúlega sniðug og eitthvað sem ég hef aldrei séð áður. Það er sett upp þannig að hvert námskeið eru 4 vikur. Hver tími er klukkutími og fara fyrstu 15 mínúturnar í að vinna í andlegri heilsu og hinar 45 mínúturnar í líkamlega h...

4 ára og 1 árs afmæli

Elsta barnið og yngsta okkar Daníels áttu afmæli núna í ágúst. Baltasar Leví 4 ára og Anna Björk 1 árs. Ótrúlegt hvað tíminn flýgur bara hraðar og hraðar eftir því sem árum fjölgar. Við Baltasar vorum löngu búin að ákveða þemað í afmælinu hans. Við vorum líka búin að ákveða að þegar hann yrði 4 ára að þá myndi hann hætta að sofa með snuð, sem hann gerði. En Baltasar átti afmæli 13. ágúst og Anna Björk þann 17. En Batman afmæli varð fyrir valinu að þessu sinni. Ætla að linka hér hin afmælin sem ég hef haldið, ég elska að halda afmæli! <a href='http://...

Falin perla í Mosfellsbæ

Við fjölskyldan fórum að skoða lítinn sveitabæ/húsdýragarð í dag. Ég hafði heyrt af þessum litla húsdýragarði fyrir einhverju síðan og alltaf ætlað að fara. Loksins létum við að því í dag. En staðurinn heitir <a href='https://www.facebook.com/hradastadir/' target='_blank'>Hraðastaðir</a>. Ó já, áður en ég held áfram, þá er þessi færsla ekki unnin í neinu samstarfi. Ég ákvað að láta símann nánast alveg vera og tók hlunka Canon vélina með til að eiga fallegar myndir og safna myndum í minningabankann. En já, svo ég haldi áfram að segja frá garðinum. Við ...

STJÖRNUSPEKI MEÐ FANNEYJU - NAUTIÐ

Fanney Sigurðardóttir er viðskiptafræðimenntaður stjörnuspekingur. Hún opnaði Facebook-síðuna: <a href='https://www.facebook.com/fanneystjornuspeki/' target='_blank'>Fanney Stjörnuspeki</a> í nóvember í fyrra, tileinkaða stjörnuspeki. Samband hennar við spekina hefur haldist óslitið í 20 ár en sem barn tætti hún í sig hverja stjörnuspekibókina á fætur annarri til að reyna að komast að því hver hún var. Þessi mikli áhugi á stjörnuspeki kviknaði um það leyti sem fyrstu einkenni geðhvarfasýki fóru að láta á sér kræla, en þar skiptast á miklar hæðir (maníur), lægðir (...

Þurrburstun

Ég elska að þurrbursta, það er svona gott vont. Við höfum sennilega flest öll heyrt að það sé gott fyrir slappa húð og slit en ég fór nýverið á Google vin minn og fann út að þurrburstun gerir svo miklu meira en bara stinna þreytta húð. Svo er ekki sama hvaða bursta er notað, það er mælt með að nota bursta úr náttúrulegum hárum og fást þeir í flestum heilsubúðum. Það þarf að skipta burstanum út 6-12 mánaða fresti og þrífa hann vel sirka einu sinni í mánuði til að hreinsa í burtu allar dauðar húðfrumur. En kostir þess að þurrbursta er: Þéttir og stinnir slap...